Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 51
Minningar 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Nokkru seinna var ég sjálfur far-
inn að sniglast í kringum Hljóma og
síðan Trúbrot enda tónlistaráhug-
inn engu líkur. Og svo þegar ég var
farinn að vinna með vini mínum
Magga Kjartans og strákunum í
Júdas kom upp sú hugmynd að gefa
út plötu. Rúnar var rétti maðurinn
til að tala við því hann kunni til
verka, var útgefandi og poppari í
vinsælustu hljómsveit landsins.
Hann tók vel á móti mér og var
tilbúinn að veita góð ráð. Alltaf
brosandi, glaður og jákvæður, sagði
aldrei nei, bara já.
Þegar ég var kominn með mitt
eigið útgáfufyrirtæki gat ég launað
greiðann. Þá gerðum við munnlegt
samkomulag. Hann kláraði upptök-
urnar á Geimsteinsplötunum og lét
hanna umslögin. Við sáum um
framleiðslu og sölu og fjármögn-
uðum þann hluta. Þegar vel gekk
fengu allir eitthvað fyrir sinn snúð.
Þegar illa gekk biðu reikningarnir
þar til næsta metsöluplata kom út.
Þetta var ekkert stórmál. Rúnar
stóð alltaf við sitt, hans orðum var
treystandi og það þurfti aldrei að
efast um heilindi hans.
Við Rúnar áttum margar góðar
stundir saman. Hann kom oft í
heimsókn í Skífuna, leit alltaf inn á
skrifstofuna mína með sólskinsbros-
ið sitt og hlýja viðmótið. Nærvera
hans var góð og gefandi. Um hver
jól sendu hann og María góðar
kveðjur og myndir af fjölskyldunni.
Þegar Rúnar var beðinn um eitt-
hvað var hann alltaf tilbúinn að
taka að sér hvaða verk sem var.
Hann veitti mörgum góðum málum
lið, spilaði ókeypis á tónleikum til
að safna fjármunum fyrir aðra og
taldi það aldrei eftir sér.
Rúnar hélt tryggð við Keflavík.
Þar vildi hann búa og hvergi annars
staðar þó að flestir úr bransanum
flyttu til höfuðborgarinnar. Hann
var eftirlætissonur Keflavíkur,
maðurinn sem neitaði að leggja
nafn Keflavíkur niður og hótaði að
flytja úr bænum ef nafninu yrði
breytt. Það eru einu opinberu mót-
mæli hans. Rúnar var fastur fyrir
þegar því var að skipta og hafði sín-
ar bjargföstu skoðanir. Þeim
breytti enginn því hann var mjög
fylginn sér þótt hann færi vel með
það. Nú er þessi góði drengur fall-
inn frá alltof ungur, en það verður
okkar sem eftir lifum að halda
minningu hans á lofti og nafni
Keflavíkur. Far vel kæri vinur. Ég
sendi samúðarkveðjur til Maríu,
sona og barnabarna.
Jón Ólafsson.
Sl. föstudag var jarðsunginn einn
af frumkvöðlum íslenskrar rokk-
sögu og líklega einn mesti áhrifa-
valdur heillar kynslóðar. Þegar slík
mikilmenni hverfa af sviðinu er eins
og hluti af okkur hverfi líka.
En Rúnar Júlíusson var ekki
bara þekktur persónuleiki og tón-
listarmaður því hann hafði þannig
nærveru að allir sem fengu að um-
gangast hann fengu samstundis ást
á honum. Rúnar var hljóðlátur og
hæverskur og bar með sér góð-
mennsku og hlýju sem varð til þess
að í návist hans var ekki þörf á því
að leika eða setja upp einhvers kon-
ar grímu. Hann hafði beittan húmor
og var alltaf tilbúinn í einhvers kon-
ar galsa til þess að gera augnablikið
skemmtilegra.
Rúnar var feikiduglegur flytjandi
og þegar búið var að telja í var
varla farið í pásu fyrr en að dans-
leik loknum. Sem útgefandi var
hann farsæll og gaf út rúmlega 250
titla á 30 árum.
Rúnar var alla tíð félagsmaður í
FÍH og var reglulega í sambandi
við skrifstofu FÍH. Það var alltaf
gaman að heyra í Rúnari, hvort
sem það var til þess að leysa eitt-
hvert tónlistartengt mál eða eitt-
hvað af persónulegum toga.
Hinn 18. nóvember sl. kom Rún-
ar fram fyrir hönd FÍH á baráttu-
fundi sem ASÍ hélt í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Í kynningunni
minnti hann fundarmenn á að ham-
ingjan væri ekki fólgin í verald-
legum auði og að til væru auðæfi
sem væru verðmætari en fjármunir.
Rúnar gerði þetta af þeirri einlægni
sem honum var tamt og söng svo
„Hamingjulagið“ fyrir fundarmenn.
Það var auðfundið hversu vænt
Suðurnesjamönnum þótti um Rúnar
og að máltækið enginn er spámaður
í sínu heimalandi átti greinilega
ekki við í Keflavík.
Við hjá FÍH kveðjum Rúnar Júl-
íusson með þakklæti fyrir samferð-
ina sem var svo allt of stutt.
Stjórn og starfsfólk FÍH sendir
fjölskyldu Rúnars innilegar samúð-
arkveðjur.
Sigurgeir Sigmundsson.
Við félagarnir kynntumst Rúna
Júl við gerð heimildamyndarinnar
Bítlabærinn Keflavík. Bæði Rúni
Júl og Bítlabærinn Keflavík hafa
verið áberandi eins lengi og við
munum eftir okkur. Eftir því sem
við köfuðum dýpra kom í ljós, eins
og okkur hafði reyndar grunað, að
þetta voru algjörlega óaðskiljanleg
fyrirbæri. Rúni var andlit, hryggj-
arsúla og kyndilberi bæði Bítlsins
og Keflavíkur. Rúni var óþreytandi
töffari sem hélt uppi stuðinu í ára-
tugi. Hann dreif menn með sér og
stóð með sínum.
Það var okkur sannur heiður að
kynnast Rúna og fá að vinna með
honum. Drenglyndi, kraftur og
lúmskur húmor einkenndu þennan
vin okkar og félaga.
Rúni, þú varst ræktarlegur og
rausnarlegur rokkhundur. Við vott-
um Maríu og fjölskyldunni innilega
samúð um leið og við þökkum fyrir
okkur. Við erum öll Keflvíkingar
inn við beinið!
Þorgeir Guðmundsson,
S. Björn Blöndal,
Óttarr Ólafur Proppé.
Ég kynntist Rúnari Júlíussyni
fyrir 20 árum og vinátta okkar alla
tíð byggð á traustum grunni virð-
ingar. Rúnar var sú manngerð sem
laðar að sér fólk, hvers manns hug-
ljúfi og gefandi persóna. Við áttum
saman stundir í eldhúsinu á upp-
tökuheimilinu Geimsteini og feng-
um okkur kaffi og ræddum málin.
Rúnar hafði gaman af sögum mín-
um og lífssýn, ekki síður en vanga-
veltum um Ljósanótt og sameig-
inlegt áhugamál okkar um þátttöku
í samfélagslegum verkefnum. Svör
hans og taktar voru sérstök, stuttir
frasar og gefandi bros sem gaf í
hláturinn. Þessar stundir okkar
voru afslappaðar og virkuðu vel á
okkur báða. Texti frá Rúnari segir
þetta allt. „Það þarf fólk eins og
þig, fyrir fólk eins og mig.“ Þá var
flott hollingin á honum; leðurvestið,
köflótta skyrtan, gallabuxur og í
crocks-skóm. Gítarnælan í jakkan-
um þegar hann var flottur á’því og
eyrnalokkur dinglandi í vinstra
eyra. Hann var maðurinn.
Það hafði slitnað strengur um ár-
ið og takturinn breyttist sagði Rún-
ar í auglýsingu. Það sást þegar ég
hitti hann oft í morgunsárið, þegar
greifinn kom gangandi norður
Kirkjuveginn rétt fyrir kl. 07:00, í
anorakknum með hettuna upp fyrir
haus og bláa bakpokann á bakinu.
Þau voru orðin kraftminni og stutt
skrefin, hann álútur, stoppaði og
horfði á mig undan augabrúnunum.
Hann sagði alltaf eitthvað gott,
montaði sig af árangri Keflvíkinga í
boltanum eða talaði fallega um
veðrið, líka vonda veðrið.
Við hentum stundum gaman að
því hvað Rúnar var hjólbeinóttur og
þegar hann gekk áfram kallaði ég á
eftir honum: „Ég sé kirkjuna í
gegnum klofið á þér.“ Ég uppskar
hlátur. Í gömlum texta segir: „Hvað
stoðar lífið, dauðinn sigrar alla?“
Einmitt! Hvað hefur Rúnar Júl-
íusson gert meira við lífið en kunna
á því tök að fara vel með frægð og
frama? Hann hefur gefið af sér og
tekið þátt í því að leggja öðrum lið.
Síðasta verk hans í þessu lífi, síð-
ustu tónleikarnir nokkrum stundum
fyrir dauða hans, voru á fundi
MND-samtakanna þar sem hann
spilaði fyrir sjúklingana, gaf þeim
diska og styrkti samtökin eins og
hann hafði áður gert. Í sumar var
hér staddur Evald Krog, formaður
dönsku MND-samtakanna, ásamt
vini okkar Guðjóni Sigurðssyni, for-
manni MND. Við mættum í Upp-
tökuheimilið, en Evald, þrátt fyrir
nær algjöra fötlun, syngur mikið og
hefur yndi af. Evald lá í stól sínum,
tengdur öndunarvél, og Rúnar stóð
við hlið hans, spilaði og söng með
Evald óskalög hans.
Það var að byrja fótboltaleikur
hjá Keflavík, – þar mætir Rúnar
alltaf, við heyrðum fagnaðarlætin
en Rúnar gaf þessum fatlaða manni
allan þann tíma sem hann vildi.
Þegar okkur fannst komið nóg
sagði Rúnar: „Verið róleg, ekkert
liggur á.“ Leikurinn var löngu bú-
inn. Sú gleði og góðvild sem þessi
fatlaði maður og við sem á horfðum
urðum vitni að snerti okkur djúpt á
þessari stundu. Ef þetta var ekki
stórstjörnuframkoma þá er hún
ekki til.
Nú hljóma tónar hans í himin-
stórum sölum eilífðarinnar, en
minningin um Rúnar Júlíusson á
sér stað í hjarta mínu og okkar
allra. Blessuð sé minning góðs
manns, sem Hljómar mér.
Ásmundur Friðriksson. ✝
Okkar ástkæri faðir, sonur og bróðir,
LEÓ KRISTJÁN SIGURÐSSON,
Hátúni 6,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 27. nóvember.
Útför fer fram frá Höfðakapellu Akureyri
þriðjudaginn 16. desember kl. 13.30.
Kristófer Leósson,
Sigurður F. Leósson,
Guðrún Sigurðardóttir,
Sigurður L. Sigurðsson, Ester Halldórsdóttir.
✝
Okkar ástkæra móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Eyrarholti 4,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 15. desember kl. 13.00.
Sigurður Halldór Bjarnason, Ágústa Árnadóttir,
Guðrún Magnea Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓNHEIÐUR BJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Krummahólum 6,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
15. desember kl. 13.00.
Steinar Ásgrímsson, Patricia Otman,
Egill Ásgrímsson, Svava Svavarsdóttir,
Jón Þór Ásgrímsson, Arnleif Alfreðsdóttir,
Guðjóna Ásgrímsdóttir, Jón Magni Sigurðsson,
Ólafur Ásgrímsson, Hanna Erlingsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar bestu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt
hafa okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og
útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og
afa,
ERLENDS STEINGRÍMSSONAR,
Prestbakka 9,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Jakobi Jóhannssyni
krabbameinslækni, starfsfólki Landspítalans við Hringbraut, deild
11E og líknardeildinni í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Guðný Björg Guðmundsdóttir,
Steingrímur Erlendsson,
Ingibjörg Erlendsdóttir, Ómar Ingi Gylfason,
Henrik Erlendsson,
Ásgeir Erlendsson
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri
JÓN HALLDÓRSSON
húsasmíðameistari
frá Arngerðareyri,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn
16. desember. Athöfnin hefst klukkan 13.00.
Steinunn Jónsdóttir,
Halldór Jónsson, Rannveig Jónsdóttir,
Kristín S. Jónsdóttir, Óli Hilmar Briem Jónsson,
Guðrún S. Jónsdóttir, Þórður Ingvi Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Sendum okkar innilegustu þakkir til þeirra
fjölmörgu sem sýnt hafa okkur hlýhug, vináttu og
stuðning við fráfall og útför elskulegrar móður,
tengdamóður og ömmu,
BERGRÚNAR JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR,
Einbúablá 44a,
Egilsstöðum,
sem lést sunnudaginn 9. nóvember.
Helga Berg,
Ólafur Arason, Sigrún Pálsdóttir
og ömmustrákarnir.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix