Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 52
52 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Dúlla, eins og hún var alltaf köll- uð, var fædd í Reykjavík 14. des- ember 1918, 14 dögum eftir að Ís- land varð fullvalda ríki. Örlögin höguðu því þannig að móðir hennar Þuríður Bjarnadóttir fluttist norð- ur í Öxarfjörð, með Dúllu á fyrsta ári. Fyrst voru þær á Hafursstöð- um, en síðar réð Þura sig í Aust- araland til hjónanna Margrétar Pálsdóttur og Arnbjörns Kristjáns- sonar. Þær mæðgur áttu heimili á Austaralandi upp frá því, þó mamma hennar væri stundum í vinnu annars staðar. Oft vann hún á Skinnastað hjá foreldrum mínum. Ég man hvað ég hlakkaði mikið til þegar von var á Þuru til okkar, hún var svo góð og yndisleg. Dúlla Halldóra Egilsdóttir ✝ Halldóra Egils-dóttir fæddist í Reykjavík 14. desem- ber 1918. Hún lést á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri 10. nóvember síðastlið- inn. Útför Halldóru fór fram frá Höfðakap- ellu á Akureyri fimmtudaginn 20. nóvember síðastlið- inn. átti því ekki langt að sækja mannkosti sína. Veturinn 1937-38 kynntist Dúlla eigin- manni sínum, Kol- beini Árnasyni frá Akureyri en þann vetur var hún við nám í Húsmæðra- skólanum á Lauga- landi í Eyjafirði. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Ak- ureyri en fluttu í Austaraland árið 1942 og tóku þá við búskapnum á jörðinni af Margréti, sem var orðin ekkja. Dúllu var það gleðiefni að koma aftur heim í Austaraland, henni þótti svo vænt um staðinn og búskapurinn og útivinnan áttu vel við hana. Árið 1948 fluttu þau aftur til Akureyrar. Þau byggðu sér hús við Þingvallastræti 30 og bjuggu þar upp frá því. Hjá þeim bjuggu þar báðar gömlu konurnar, móðir og fósturmóðir Dúllu. Kolbeinn dó úr krabbameini 1974, aðeins 58 ára gamall og var það Dúllu mikið áfall. En áfram hélt hún að annast gömlu konurnar af einstakri um- hyggju, og lifðu þær fram á tíræð- isaldur. Alltaf var gestkvæmt hjá Dúllu. Í mörg ár leigði hún skólanemum utan af landi herbergi og urðu margir þeirra ævilangir vinir henn- ar. Meðal þeirra má nefna frænda hennar Gísla Benediktsson og hans fjölskyldu og einnig Hafdísi Krist- jánsdóttur, sem sýndi henni mikla umhyggju. Þegar ég var unglingur í skóla á Akureyri var ég alltaf vel- komin í Þingvallastrætið og var það ómetanlegt. Þá erum við hjón- in af hjarta þakklát fyrir allar þær óteljandi nætur sem við gistum hjá Dúllu á leið okkar um Akureyri. Dúlla var glaðlynd og skemmtileg. Hún hafði fallega söngrödd og söng um árabil í Kantötukór Ak- ureyrar og í Kirkjukór Lögmanns- hlíðar. Með Kantötukórnum fór hún í söngferð til Norðurlandanna. Hún hafði ánægju af lestri góðra bóka og las mikið. Hún var kjark- mikil, sjálfstæð og hafði ákveðnar skoðanir. Ég held að ég megi full- yrða að hún hafi verið fyrsta konan í minni sveit sem tók bílpróf og hún var góður og farsæll bílstjóri. Bíllinn hennar, Peugeot módel 1972 veitti henni frelsi. Hún keyrði um allt land, en síðustu árin fór hún oft í styttri ferðir. Á góðviðr- isdögum keyrði hún stundum inn í Eyjafjörð, eða skrapp yfir á Sval- barðsströnd eða þá til Húsavíkur til að hitta vinafólk. Síðasta ferðin hennar var þegar hún keyrði upp á spítala og var lögð þar inn. Þar lá hún banaleguna. Hún andaðist 10. nóvember sl. Hún hefði orðið níræð í dag. Fullvalda kona – jafngömul fullveldi Íslands. Elsku Dúlla, takk fyrir allt og Guð blessi þig. Jóhanna Pálsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför áskærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURSTEINS HEIÐARS JÓNSSONAR, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. Þökkum starfsfólki Sólvangs fyrir einstaka um- hyggju og kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól. Ágústína Berg Þorsteinsdóttir, Heiðdís Sigursteinsdóttir, Vilhjálmur Þórðarson, Hafdís Sigursteinsdóttir, Jón Tryggvi Kristjánsson, Snorri Hallgrímsson, afa- og langafabörn. ✝ Þökkum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, LAUFEYJAR SÆBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR, áður til heimilis að Granaskjóli 80, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki dvalar- heimilisins Grundar fyrir góða og kærleiksríka umönnun undanfarin ár. Guðjón Már Gíslason, Elna Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður Már Guðjónsson, Birgir Þór Guðjónsson, Gísli Þór Magnússon, Guðrún Dóra Harðardóttir, Sif Eir Magnúsdóttir, Indriði Björn Ármannsson og langömmubörn. ✝ Þökkum öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, KRISTINS ÓSKARSSONAR fyrrverandi lögreglumanns, Hæðargarði 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild 13G Landspítalanum Hringbraut fyrir kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Jónsdóttir og aðstandendur. Vinur minn Úlfur Hjörvar er allur hvað varðar þá tíð, sem alveran út- hlutaði honum á þessari jarðar- braut. Ég mun sakna hans, því hann bar slíka hlýju í brjósti til ættingja og vina, að við, sem eftir stöndum, höfum misst mikið. Það er þó huggun í sorg, að minnast góðs manns, sem ekki brást og hjálpaði oft. Ég minnist til dæmis þess, þeg- ar hann vann fyrir Nordisk Film hér í Danmörku við þýðingu kvik- myndatexta. Dag einn hringdi hann til mín og spurði hvort ég hefði áhuga á að þýða nokkra texta, sem hann hafði ekki tíma til að sinna. Ég sagði já á augabragði Úlfur Hjörvar ✝ Úlfur Hjörvar,rithöfundur og þýðandi, fæddist í Fjalakettinum við Aðalstræti í Reykja- vík 22. apríl 1935. Hann lést á heimili sínu í Kaupmanna- höfn 9. nóvember sl. Útför Úlfs var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 21. nóv. sl. og tíminn leið með þessu skemmtilega starfi fyrir mig. Einn daginn spurði ég hann af hverju hann hefði valið mig í þetta hlutverk. Þá fékk ég mestu viður- kenningu, sem ég hef fengið: „Ég veit þú svíkur mig ekki,“ svaraði hann. Ég heimsótti þau hjónin Helgu og Úlf, þegar þau voru á för- um í spennandi vinnu í Færeyjum. Sem betur fer komu þau aftur í Vesturgötuíbúðina sína og ílentust í Kaupmannahöfn, þar sem Helga stjórnar Nordatlantens Brygge. Seig hjón, skemmtileg hjón og stórgáfuð. Ég sé eftir að hafa ekki heimsótt þau oftar. Við, sem fáum að dvelja á þess- ari jörð svolítið lengur, erum döp- ur vegna þess, að hann varð að fara of fljótt. Ég minnist hans með hlýju og vona, að hann rísi upp í framhalds- lífi friðar og kærleika rétt eins og hann gerði meðal okkar. Far vel, kæri vinur. Inga Birna Jónsdóttir. Hörður Jónasson smíðakennari starfaði í Æfingaskólanum frá árinu 1988 til 1996. Starfsfólk Há- teigsskóla, áður Æfingaskólans, minnist Harðar með söknuði því Hörður Jónasson ✝ Hörður Jónasson,húsasmíðameist- ari og kennari, Mána- braut 6 í Kópavogi, fæddist í Keflavík 23. mars 1942 og ólst þar upp. Hann lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 1. desember síðastlið- ins. Útför Harðar var gerð frá Fossvogs- kirkju 10. des. sl. að hann skilaði hér góðu starfi og lagði félagslífi starfs- manna gott lið um nokkurra ára skeið. Hann var hugmynda- ríkur og skapandi. Hefilbekkirnir voru sérstakt ævintýri. Ég veit að margir skólar komu sér upp hefil- bekkjum Harðar. Þar var Hörður að hugsa um hlutskipti nemenda en hann hafði í starfi sínu tekið eftir því að börn á öllum aldri og af öllum stærðum þurftu að nota sömu hefilbekkina. Því ekki að hafa þá þannig að hægt væri að hækka þá og lækka svo að vinnuhæðin hæfði hverjum og ein- um. Hörður fékk þróunarstyrk hjá Æfingaskólanum og styrk frá fyr- irtækjum til að taka fyrstu skrefin í þróun hefilbekkja fyrir háa og lága eins og auglýst var síðar með stolti. Í þróun hefilbekkjanna naut hugmyndaauðgi og sköpunargáfa sín til fulls í meðförum Harðar. Hann hafði í næmt auga fyrir útliti en umfram allt hugsaði hann um öryggi. Frumgerðir þessara hef- ilbekkja voru spaugilegar og ein- staklega skemmtilegt að fylgjast með því hvernig hugmyndin óx og dafnaði. Í fyrstu datt honum í hug að hægt væri að nota glussatjakka af bíl til að hækka og lækka borðin en þá kom í ljós að tjakkarnir héldu glussanum ekki nægilega vel fyrir utan að halda ekki þrýstingi á borðhæðinni. Hann endaði svo í frábærri útfærslu sem hefur nán- ast enga bilanatíðni sem er ótrú- legt í jafn flóknum búnaði. Íslenskt samfélag hefur því mið- ur ekki gripið nægilega vel utan um frumkvöðla á ýmsum sviðum sem hafa stigið fram í dagsljósið. Hörður var einn slíkur. Ég veit að hann beitti hugviti sínu í að leysa margvísleg verkefni enda var hann hagur, bæði á tré og járn. Hann gerði við bíla og hafði góðan skiln- ing bæði á vélbúnaði og húsi bíls- ins. Þessi kunnátta kom sér vel fyrir marga sem áttu Hörð að og einnig eftir að hann hvarf frá kennslu í Æfingaskólanum. Hörð- ur hafði næma tilfinningu fyrir nemendum sínum, tengdist þeim vel og gaf þeim gott svigrúm til að skapa sem er mikilvægur eiginleiki kennara. Sú saga er oft sögð í Há- teigsskóla þegar Hörður hjálpaði áhugasömum nemanda að smíða innréttingar fyrir nýtt heimili fjöl- skyldunnar. Þó að við höfum ekki notið sam- vista við Hörð síðan hann hætti í Æfingaskólanum fyrir rúmlega 10 árum var hann í hugskoti þeirra sem voru samferða honum, mað- urinn sem kunni ráð við mörgum tæknilegum þrautum, var glaður á kaffistofu og hafði hressilega framkomu. Sérstaklega maður sem við minnumst sem góðs drengs sem var þrautgóður á raunastund. Við kveðjum Hörð með söknuði og sendum fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Háteigsskóla. Ásgeir Beinteinsson skólastjóri. Ég kynntist Mörtu frænku í apríl 1997, daginn sem Kristín amma mín, systir Mörtu, var jörðuð. Stuttu seinna fór ég að vinna á Hlaðhömrum en þá hittumst við nánast daglega. Þegar kom að því að þrífa hjá Mörtu bað hún mig að vera ekkert að þrífa of mikið, heldur setjast niður smá- stund og spjalla yfir kaffibolla. Enda var alltaf allt svo snyrtilegt hjá henni og hún alltaf svo vel til höfð. Oft skellti hún vöfflum í ristina. „Það er svo hentugt að eiga svona frosnar vöfflur í pakka þegar gestir koma, ég er löngu hætt að baka,“ sagði hún til útskýringar og hló við, „enda búin að baka nóg um ævina.“ Hjá Mörtu fékk maður glóðvolgar fréttir með kaffinu, enda las hún Moggann á hverjum morgni. Marta hafði gaman af handavinnu Marta B. Markúsdóttir ✝ Marta B. Mark-úsdóttir fæddist á Sæbóli í Aðalvík 1. janúar 1909. Hún andaðist 19. nóv- ember síðastliðinn. Marta var jarð- sungin frá Lágafells- kirkju í Mosfellsbæ 28. nóvember sl. og þá sérstaklega að hekla. Hún heklaði falleg lítil barnateppi handa öllum börnum í fjölskyldunni og ég var svo lánsöm að læra heklið af henni. Við sátum nokkra laugardagseftirmið- daga og hekluðum. Hún var alltaf jafn þolinmóð þegar ég gerði vitleysu eða taldi ekki rétt. Hún var líka svolítið upp með sér þegar kon- urnar í versl. Erlu báðu um eitt teppi til að hafa til sýnis. Síðustu 2-3 árin hafði sjóninni hrakað og heilsan gefið sig og hún spurði oft og tíðum hvað Guð væri að gera með að halda henni svona lengi á jörðinni þar sem hún gæti hvorki lesið blöðin né gert handavinnu. Ég sagði þá við hana að við vildum ekki missa hana og hún mætti ekki tala svona. En þetta var nú bara ekkert annað en eigingirni af mér að segja svona. Auðvitað var hún orðin þreytt og vildi komast til sinna. Elsku Marta mín, ég vil þakka þér fyrir góð kynni og elskulegheit í minn garð. Guð geymi þig elsku frænka. Margrét Erlingsdóttir (Gréta).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.