Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 57

Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 57
minnir mig. Þarna gætu líknarfélög og kirkjan sameinað krafta sína og um leið gert fólki kleift að setj- ast niður í hlýjunni á meðan það bíður. Ann- að er ekki mönnum bjóðandi. Vinsamlega athugið málið sem fyrst fyrir jólaösina. Þetta hlýtur að vera hægt, nóg er af kirkjunum. Rafnhildur Björk Ei- ríksdóttir. Áreiti ÉG get ekki orða bund- ist vegna „Plúsins“ sem ég skráði mig í fyrir alllöngu , sem var svo sem allt í lagi, nema nú lang- aði mig að hætta að fá póst og af- skráði mig. En daginn eftir fékk ég póst og daginn þar á eftir o.s.frv. Ég hafði síðan samband við póstfangið þeirra og sagðist vilja hætta að fá póst frá þeim. Svarið sem ég fékk var: „Þú verður að afskrá þig.“ En ég er margsinnis búin að afskrá mig en fæ þó póst á hverjum degi frá þeim. Kallast þetta ekki áreiti? Netnotandi. Hjól í óskilum TREK-HJÓL fannst í Seljahverfi. Þetta er nýlegt, dökkblátt og grátt Trek- hjól og fannst í nágrenni Seljakirkju í Breiðholti fyrir um það bil hálfum mánuði. Eigandi getur fengið upplýs- ingar um hjólið í síma 557-1169 eða 849-9841. Kolaportið ÉG fór í Kolaportið þann 17. nóv- ember og verslaði fyrir um það bil 20.000 kr., en ég var ekki með á mér nema 15.000 kr., svo ég ætlaði að nota visakortið mitt upp í restina. Af- greiðslukonan tók af kortinu það sem upp á vantaði og þurfti að fara á bak við til þess og kvað hún það vera vegna þess að hún mætti ekki hafa posa. En þegar ég fór að skoða hvað hún hafði tekið mikið af kortinu var það mun meira, eða allt að 53.000 kr. Ég vil bara vara fólk við, það þarf að vera vakandi fyrir þessu og passa peningana sína. Helena. Kosningafyr- irkomulag ÉG var að velta fyrir mér kosningafyr- irkomulaginu hér á Ís- landi. Mér finnst að það ætti að breyta því og að hægt verði að kjósa ein- staklinga í stað flokka. Mér finnst flokkarnir ráða alltof miklu um stólana og mér finnst að auglýsa ætti emb- ættin og að tilheyrandi menntunar ætti að krefjast fyrir þá stöðu sem sótt er um. Þegar flokkarnir verða svona stórir ráða þeir of miklu. Sigrún. Auglýsingar í sjónvarpi ÉG vil byrja á að taka fram, að ég hef engra hagsmuna að gæta í sambandi við auglýsingar. Ég geri lítið af því að lesa auglýsingar og hefi ekkert til að auglýsa. Í sambandi við bann fyrir Ríkissjónvarpið að birta auglýsingar, þá finnst mér einkennilegt að ekkert heyrist frá verslunum og framleið- endum, sem þurfa væntanlega að koma sínum erindum á framfæri við alla þjóðina. Kannski koma þeim rúmlega helmingi þjóðarinnar, sem ekki er með áskrift að áskrift- arsjónvarpi, ekkert við þær vörur eða þjónusta sem í boði er. Mér finnst að Ríkissjónvarpið eigi að fá að birta auglýsingar eins og aðrir, að því tilskildu að auglýsingagjald sé það sama. Áskrifandi Morgunblaðsins. Kirkjur til matarúthlutunar KONA ein sem er öryrki talaði við mig í gær. Fjárhagur hennar og heilsa er hvorttveggja bágborið, eins og hjá mörgum í hennar aðstöðu. Hún sagðist hafa hug á að þiggja matvörur ofl. hjá líknarfélögum, það hefur oft verið hennar bjargráð í veikindunum og er hún þakklát fyrir það. En til þess að geta fengið út- hlutun, segir hún að fólk þurfi að standa í biðröð, stundum í kulda, jafnvel úti. En hún hefur ekki heilsu til þess. Mín spurning er: Væri ekki hægt að nýta kirkjur og safn- aðarheimili sem úthlutunarstaði? Væru það ekki einmitt réttu staðirnir til að sýna náungakærleika í verki? Eða „er ekkert pláss fyrir þau í gisti- húsinu?“ Það hefur komið fyrir áður,            Velvakandi 57 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan HVAÐ VAR ÞAÐ SEM LAÐAÐI ÞIG FYRST AÐ JÓNÍNU? BROSIÐ HENNAR Ó! ER ÞAÐ? AUÐVITAÐ VISSI ÉG EKKI ÞÁ HVAÐ HÚN BROSIR SJALDAN DÝR! DÝR! DÝR! AF HVERJU MÁLAR ÞÚ EKKI FALLEGAN BLÓMAVASA TIL TILBREYTINGAR?!? AFSAKIÐ, EFRI HÆÐIN ER FULL „Æ, NEI... ENN EIN MYNDASAGAN UM TVO MENN FASTA Á EYÐIEYJU“ ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI! VIÐ UNNUM ÁRSBIRGÐIR AF ÍSMOLUM! ÞANNIG AÐ ÞÚ HELDUR AÐ ÞÚ SÉRT HUNDUR? VILTU EKKI LEGGJAST OG SEGJA MÉR AÐEINS FRÁ ÞVÍ? NEI, ÉG MÁ EKKI LIGGJA Í SÓFANUM NÆST ÆTTUM VIÐ KANNSKI AÐ FINNA VEITINGASTAÐ ÞAR SEM ER ÖRLÍTIÐ MEIRA PLÁSS DAGARNIR eru stuttir og jólin nálgast óðfluga, því eru jólainnkaupin í fullum gangi og opið í búðum fram eftir kvöldi svo að flestir ættu að geta verslað fyrir jólinn. Morgunblaðið/Ómar Jólaverslun í Smáranum Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Bólstaðarhlíð 43 | Mánudaginn 22 . des. kl.14 verður jólatrésskemmtun. Jólasveinar koma í heimsókn. Heitt súkkulaði og kökur. Frítt fyrir börn yngri en sextán ára. Skráning fyrir 18 des. í s. 535-2760. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur, síðasti dansleikur fyrir jól. Skrifstofa félagsins opin virka daga frá kl. 10-16. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, spilasalur o.fl. Mánud. 15. des. kl. 14 les Auður Jónsd. úr bók sinni ,,Vetr- arsól“. Þriðjud. 16. des. er Stefán Sig- urkarlsson, lyfjafræðingur og lífs- kúnstner, gestur í Pottakaffi í Breiðholtslaug og les úr óútkominni bók sinni ,,Bréf frá Hólmanesi“. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist mánudag kl. 13, stund í kirkjunni miðvikudag kl. 11, súpa í há- deginu, brids kl. 13, bridsaðstoð fyrir dömur föstudag kl. 13. Hraunbær 105 | Jólasala í Hraunbæ 105. Þann 15. des kl. 12.30-15.30, jólaskreytingar, hýasintuskreytingar og skreyttar leiðisgreinar. Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga frá Eg- ilshöll á morgun kl. 10. Vesturgata 7 | Aðventuferð í ljósabæ- inn Reykjanesbæ þriðjudaginn 16. nóv. kl. 13.45. Farið verður í Lista- og menningarmiðstöð Duushúsa með kertaverksmiðjuna Jöklaljós og gler- blástursverkstæði Guðlaugar og báta- safn Gríms. Heimsókn að Nesvöllum. Boðið er upp á kakó og meðlæti. Uppl. og skráning í s. 535-2740.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.