Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 58
1996 Þetta eru algjörsnilldartilþrif hjá Emilíönu. Textarnir hjá henni eru skondnir, áhugaverðir og gagnorðir,” sagði Kylie Minogue sjálf í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma, en að sjálfsögðu var hún sérstaklega innt eftir þessu farsæla samstarfi hennar og Emilíönu. Okkar manneskja var þó að vanda niðri á jörðinni með þetta allt saman: „Við sömdum lagið á hálftíma og fórum síðan á pöbbinn.” Emilíana hitti landanní hjartastað með Fishermans Woman og seldist þessi þekkilega plata í bílförmum. Platan er hægstreym og angurvær, í nokkru mótvægi við Love in the Time of Science, eins og reyndar var lagt upp með. Margir voru orðnir nokkuð hugsi yfir þessari næstu plötu Emilíönu, sem aldrei virtist ætla að koma. Góðir hlutir gerast hægt greinilega... Þegar er farið að tala um Me & Armini sem eina af plötumársins. Hana vann Emilíana með Dan Carey, en samstarf þeirra er að sönnu gullvægt og í sameiningu þræða þau „listavel einstigi á milli aðgengilegs popps, sem borið er uppi af rödd Emilíönu, og nokkru dekkri, listrænni pælinga,” eins og sagði í nýlegri Lesbókargrein. Platan er gefin út af hinu breska Rough Trade og þegar yfirmaðurinn þar, hinn goðsagnaken- ndi Geoff Travis ýtti kurteislega við Emilíönu með að klára plötuna var hún löngu búin með hana. Hún gleymdi bara að segja honum frá því... 654 Það er óhætt að segja að Emilíana hafi byrjað á botninum. ÁMúsíktilraunum 1993 keppti hún til úrslita með rokksveitinni Tjalz Gissur og var reyndar kynnt í blaði þessu sem Emilíana Toriano. Allt gekk á afturfótunum hjá sveitinni í undanúrslitunum en sveitin var til muna öruggari á úrslitakvöldinu. Í umsögn um frammistöðuna sagði: „Meðal annars gripu þeir til þess að láta söngkonu sveitarinnar ekki syngja nema eitt lag, sem var reyndar í meira lagi þunnt, en ekki verður fundið að öðru hjá Tjalz Gissur.” Emilíana var rekin í kjölfarið. Emilíana fann betur fjölina með Spoonog lyfti þeirri sveit óneitanlega talsvert upp með engilblíðum söng sínum. Tvö lög sem hún söng, „Taboo” og „Tomorrow” urðu vinsæl, einkum hið síðarnefnda og þau heyrast reyndar enn annað slagið á öldum ljósvakans. Platan mokseldist þar að auki. Í gagnrýni um plötuna var innleggi Emiliönu hrósað, en það harmað að hún syngi ekki meira. „Á meðan liðsmenn Spoon átta sig ekki á þeim einfalda sannleik, verður ekki mikið úr sveitinni annað en þessi breiðskífa.” Sem varð raunin. Hjarta landans tók óneitanlega kipp þegarfréttist að Emilíana ætti að syngja aðallagið í Turnunum tveimur, öðrum hluta Hringa- dróttinssögu, en fyrsta myndin hafði slegið ræki- lega í gegn á heimsvísu. Björk átti upprunalega að sjá um verkið en varð að bakka út sökum þess að hún var ófrísk. „Það var mjög mikil óvissa um hvort ég gæti gert þetta því ég er alveg óþekkt,” sagði Emilíana hæversklega í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma. 1 3 G ra fí k: M or gu nb la ði ð/ El ín Es th er Goðsögn Ofurstjarna Stjarna Fræg Þekkt Efnileg Óþekkt Gengisvísitala Emilíönu Torrini 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 20071994 19951993 2008 Rokkuð og biksvört Emilíana tekur þátt í Músíktilraunum með Kópa- vogssveitinni Tjalz Gissur. 1 Emilíana sigrar í söngkeppni framhaldsskólanna með laginu „I Will Survive“. Sama ár kemur út samnefnd plata Spoon, þar sem hún syngur nokkur lög. 2 Fyrsta sólóplata Emilíönu, tökulagaplatan Crouçie D’où Là kemur út og selst vel. Jón Ólafsson upptökustýrir. Efnisvalið er býsna smekklegt; en höfundar á borð við Van Morrison, Pizzicato Five, Memphis Minnie og Aretha Franklin eiga þar lög. Höggvið er í sama knérunn með plötunni Merman. Hún selst enn betur en síðasta plata og Emilíana er orðin fræg og umtöluð. Sama ár sýnir Emilíana að það er dýpra á henni en margur heldur og leggur til rödd á plötu jaðarrokkaranna í Slowblow. Næstu ár er hún iðin við að leggja til rödd í hin ýmsu verkefni. Emilíana tekur þátt í fyrstu plötu gus gus hópsins. Emilíana flytur út til Brighton og hefur stýrt sínum ferli þaðan síðan. Love in the Time of Science kemur út. Innihaldið fágað, drama- tískt popp og er hún m.a. unnin með Roland Orzabal, Tears for Fears meðlimi. Platan kemur út á alþjóðavettvangi ári síðar og er lífi haldið í henni lengi, en heilar fimm smáskífur koma út af plötunni. Emilíana hitar upp fyrir Sting í Royal Albert Hall og er valin söngkona ársins á Íslensku tón- listarverðlaununum. Markviss vinna við að kynna Emilíönu á erlendri grundu er í fullum gangi. Henni er boðin söngvara- staða í heitri nýbylgjusveit, Sneaker Pimps, en hafnar boðinu. Emilíana fer í ferðalag um Bandaríkin ásamt stórstjörnunum Dido og Travis og síðar Tricky. Vinna við plötuna Fisherman’s Woman hefst. Emilíana semur lag fyrir Kylie Minouge, „Slow“, ásamt samstarfsmanni sínum Dan Carey. Lagið er fyrsta smá- skífan af plötu Minouge, Body Language. Laginu farnast vel og fer á toppinn í nokkrum löndum. 4 Emilíana vinnur lag með hinum heims- þekkta plötusnúð Paul Oakenfold og viðurkennir í viðtali, kæruleysislega kúl, að hún hafi aldrei heyrt tón með honum. Sama ár syngur hún „Gollum’s Song“ titillagið í öðrum hluta Hringadróttinssögu Peter Jackson. 3 Emilíana er tilnefnd til hinna virtu Ivor Novello-verðlauna vegna „Slow“. Hins vegar vinnur hún Grammyverðlaunin fyrir lagið sem sópaði auk þess að sér hinum og þessum verðlaunum öðrum. Hin langþráða Fisherman’s Woman kemur út í upphafi árs og slær í gegn hérlendis og selst gríðarlega vel. Emilíana tekur að nálgast það sem mætti kalla heimsfrægð og er mærð mjög af erlendum ritum. Hún er orðin eftirsótt, tónleikar hennar vekja athygli og þetta árið er hún er fengin í dómnefnd kvikmynda- hátíðarinnar í Feneyjum. 5 Platan Me & Armini kemur út og er lofuð í hástert, af lærðum sem leikum, jaðar- rottum sem popp- músum. Emilíönu virðist með öllu ómögulegt að stíga feilspor eins og graf þetta undirstrikar. 6 Rólegt ár hjá Emilíönu sem vinnur í hægðinni að Me and Armini. Hún heiðrar hins vegar heimabæinn sinn, Kópavog, um vorið með tónleikum og treður upp með Skólakór Kársness. Emilíana spilar í Bræðslunni, Borgarfirði eystra, ásamt skosku nýbylgjupoppsveitinni Belle & Sebastian. Fisherman’s Woman er þaulsætin á vinsældalistanum hér á landi og selst stöðugt og vel út árið. 5000 eintök 6000 eintök 12.000 eintök 200.000 eintök 150.000 eintök 100.000 eintök* 2 *Ath. Me & Armini er sem stendur í bullandi sölu og þessi tala á því eftir að hækka. Af grafi mætti álykta að sala á plötum Emilíönu sé dalandi en sú mynd er villandi. Tölurnar eru uppsafnaðar og þannig hefur Love... platan mjakast út jafnt og þétt allt frá því að hún kom út. Emilíana Torrini er mikið í umræðunni nú um stundir enda nýbúin að senda frá sér plötuna Me & Armani sem er líkast til það besta sem hún hefur gert á sínum söngferli – hingað til þ.e.a.s. Ferill hennar er þannig ein samfelld sigurganga, ekkert hefur verið um flopp, misstig eða vitleysisgang. Jafnt og þétt, í nokkurs konar rólegheitagír, hafa vinsældir og virðing henni til handa hins vegar aukist í gegnum árin. Emilíana er ekki ein af þeim sem eru stöðugt í gulu pressunni eða uppi á rauðum dreglum en í þau skipti sem hún stígur fram er rækilega eftir því tekið. Sjálf sinnir hún svo sinni sköpun með hægð og situr stóísk í auga stormsins. Þessi vel þokkaða díva var því algerlega „dýfu“-laus þegar kom að því að rissa upp hjálagða gengisvísitölu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.