Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Eitt af því sem netið hefurkomið til leiðar er aðhljómsveitir skjótastupp á toppinn af meiri
hraða en nokkru sinni, í einu vet-
fangi er hljómsveit komin á allra
varir, inn á allar bloggsíður og í öll
deiliforrit. Að sama skapi hverfa
sveitir hraðar en nokkru sinni;
sumar svo ört að setja má spurn-
ingarmerki við það hversu þekktar
þær urðu í raun.
Hljómsveitarkíf
Bandaríska rokksveitin Deer-
hunter vakti mikla athygli á síðasta
ári fyrir tvær plötur; breiðskífuna
Cryptograms, sem kom út í janúar,
og EP-plötuna Fluorescent Grey,
sem gefin var út í maí. Segja má að
allt hafi hjálpast að, sérlundaður
söngvari sem var að auki haldinn
hættulegum sjúkdómi og grípandi
tónlist sem sór sig í ætt við hljóm-
sveitir fyrri tíma, sveitir eins og
My Bloody Valentine, The Jesus
and Mary Chain og Stereolab.
Ýmislegt getur gengið á í ævi
einnar hljómsveitar og Deerhunter
fékk ríkulegan skammt af slíku.
Fyrir það fyrsta þá er það sjúk-
dómur sá sem hrjáir söngvara
sveitarinnar og höfuðpaur, Brad-
ford Cox, Marfan-heilkennið, og
kynhneigð hans (hann segist nú
ókynhneigður), andlát eins stofn-
anda hennar í hjólabrettaslysi og
svo hamagangur mannabreytinga
og misvísandi yfirlýsingar í kjölfar
þess að sveitin sló í gegn.
Hvað sem því öllu líður vöktu
skífurnar tvær, Cryptograms og
Fluorescent Grey, mikla hrifningu
og það að verðleikum.
Mikið undir
Í ljósi látanna á síðasta ári þegar
einn höfuðás sveitarinnar hætti og
hætti svo ekki áður en hann hætti
alveg, eða var kannski rekinn, og
stirðra samskipta Cox við fjölmiðla
var ljóst að það væri mikið undir
við næstu plötu.
Ný breiðskífa Deerhunter heitir
Microcastle og kom út á diski fyrir
stuttu. Platan var reyndar tilbúin í
apríl sl. og kynnt á tónleikum í
þeim mánuði. Hún hefur reyndar
verið á ferð um netið að segja allt
árið, maður rakst fyrst á hana á
bloggsíðum í maí, en eiginleg út-
gáfa var fyrst í stafrænu formi í
ágúst sl. Loks þegar hún kom svo
út á disk var búið að skeyta við
aukadiski með þrettán lögum til
viðbótar. Sá diskur er nokkuð frá-
brugðinn Microcastle, tilrauna-
kenndari og ómstríðari, og heitir
líka sérstöku nafni innan sam-
steypunnar: Weird Era Cont.
Tvöfaldur skammtur
Weird Era Cont. er ekki síðri
plata en Microcastle, og magnað að
hljómsveit skuli hafa náð að senda
frá sér svo mikið af góðri tónlist á
einu ári, að ekki sé talað um þegar
henni tekst svo vel að búa til sjálf-
stæðar plötur, tvennu en ekki eina
óvenju langa skífu. Það er reyndar
eitt lag á báðum plötunum, „Cal-
vary Scars“; ósköp meinlaust og
þægilegt á fyrri plötunni (Micro-
castle) en fær öllu beittari af-
greiðslu á þeirri seinni og er að
auki mun lengra þar.
Skýringin á tilurð Weird Era
Cont. er reyndar nokkuð sérstök;
þegar Microcastle fór á netið ákvað
sveitin að skella sér í hljóðver að
taka upp aðra plötu til þess að vera
ekki að selja gamla músík þegar
platan kæmi loks út.
Mögnuð samsuða
Áður er getið nokkurra sveita
sem Deerhunter vísar í, og reyndar
ekki feimin við það, en í ljósi
Microcastle og fylgidisks hennar er
óhætt að bæta við áhrifum frá
David Bowie, Pavement og Bítl-
unum. Semsagt: Mögnuð samsuða
og óhemju fjölbreytt. Þeir örfáu
sem ekki hafa fallið fyrir disknum
hafa einmitt sett fyrir sig fjöl-
breytnina og kallað sundurleysi en
alla jafna má lesa út úr slíku að
menn hafa einfaldlega ekki hlustað
nóg. Í því sambandi má nefna til
gamans að í viðtali fyrir stuttu
lýsti Cox því að sveitarmenn hefðu
einmitt lagt hart að sér til að
tryggja að platan væri sem heil-
steyptust.
Tvöfaldur skammtur, magnaður
Mögnuð Bandaríska rokksveitin Deerhunter á eina af bestu skífum ársins.
Bandaríska rokksveitin Deerhunter átti eina af
bestu plötum síðasta árs. Hún bætir um betur á
þessu ári, því ný skífa hennar, Microcastle, er
ekki plata einsömul eins og upphaflega stóð til.
Árni Matthíasson
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
• Vitum af fjölda fyrirtækja í öllum atvinnugreinum sem vilja skoða
sameiningar með hagræðingu í huga.
• Heildverslunin Tinna óskar eftir meðeiganda-samstarfsmanni. Tinna
selur prjónagarn og skyldar vörur í yfir 50 verslanir um land allt.
Mjög góður rekstur í miklum vexti. Skuldlaust fyrirtæki.
• Rótgróið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vörur fyrir sjávarútveg.
Ársvelta 320 mkr. EBITDA 48 mkr.
• Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 600 mkr.
• Eitt vinsælasta vínveitingahús landsins. Ársvelta 250 mkr.
EBITDA 90 mkr. Engar skuldir. Mjög hagstætt dæmi fyrir fjárfesta.
• Rótgróin umboðs- og heildverslun á Austurlandi. Ársvelta 100 mkr.
Góður hagnaður. Auðveld kaup fyrir duglegt fólk.
• Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 620 mkr.
Skuldsett með hagstæðu erlendu láni.
• Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með rekstrarvörur.
Ársvelta 180 mkr. EBITDA 40 mkr.
Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200
Netfang: kontakt@kontakt.is • www.kontakt.is
Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is
Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is
Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, hoskuldur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hdl. sigurdur@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson, lögg. fasteignasali, tas@kontakt.is
UU
EFTIR GEORG FRIEDRICH HÄNDEL
Hátíðartónleikar á 250 ára ártíð G.F. Händel
Fyrsti flutningur með barokkhljómsveit á Íslandi
Flytjendur:
Schola cantorum
Alþjóðlega Barokksveitin í Den Haag
Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran
Andrew Radley kontratenór
Gissur Páll Gissurarson tenór Alex Ashworth bassi
STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON
Nýársdagur 1. janúar 2009 kl. 17
Laugardagur 3. janúar 2009 kl. 17
Miðaverð kr. 4.900Gjaf
akort
Miðasala í Hallgrímskirkju, s. 510 1000, Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, s. 528 4200
og á list@hallgrimskirkja.is • listvinafelag.is