Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 19

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 19
FÉLAGSMÁL FÉLAGSHEIMILIÐ Hið nýja félagsheimili okkar var formlega tekið í notk- un 4. des. s.l. að viðstöddum mörgum kollegum og eigin- konum þeirra. Auk þess var þeim boðið, sem að innrétt- ingu húsnæðisins stóðu, og nokkrum öðrum gestum. Að vísu var húsnæðið ekki alveg fullbúið, en með tilliti til þess, að fyrirsjáanlegur var einhver dráttur á, að öllu yrði fulllokið, þótti byggingarnefndinni sjálfsagt að gefa félagsmönnum Tannalæknafélagsins kost á að kynnast húsakynnum sínum fyrstum gesta. Enda svo langt kom- ið, að hægt var að taka húsnæðið í notkun. Húsnæðið er efsta hæð Síðumúla 35, 360 m" að stærð, eða fjórðungur alls hússins. Var húsnæðið keypt tilbúið undir tréverk og samningar undirritaðir 14. ágúst 1970. Vinna við innréttingar hófst í byrjun júlí s.l. og stóð því í fimm mánuði. Með tilkomu nýja félagsheimilisins hefur öll aðstaða til aukins og betra félagslífs batnað. Hefur hin fram- takssama félagsheimilisnefnd okkar sett reglur um notk- un heimilisins, og eiga ýmsar nýjar hugmyndir nefnd- arinnar án efa eftir að sjá dagsins ljós í framtíðinni. OPINBER TANNLÆKNISÞJÓNUSTA Eins og ákveðið var eftir ítarlegar umræður á tveim fundum s.l. liaust, sendi stjórnin frá sér tillögur félags- ins um skipulag opinberrar tannlæknisþjónustu lands- manna. Voru tillögurnar sendar flestum fjölmiðlum, þingmönnum, borgarfulltrúum og yfirmönnum heil- brigðismála. Höfum við ekki heyrt annað en að tillögunum væri vel tekið, og verður vonandi ekki gengið fram hjá fé- laginu næst þegar fjallað verður um þessi mál. Ættu 17

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.