Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 21

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 21
SKIPULAGNING OPINBERRAR TANNLÆKNISÞJÓNU STU Tillögur Tannlæknafélags íslands Undanfarið hefur mikið verið rætt um væntanleg af- skipti hins opinbera af tannlæknisþjónustu hérlendis. Því miður hefur ekki verið leitað álits eða aðstoðar Tannlæknafélags Islands við undirbúning hinna ýmsu tillagna. Tannlæknafélagið hefur eftir föngum kynnt sér þessi mál með öflun upplýsinga um tilhögun og reynslu ann- arra þjóða og komizt að raun um, að Norðmenn virðast hafa einna skynsamlegasta fyrirkomulagið, enda liafa þeir hlotið mikla reynslu á löngum tíma. Leggja þeir aðaláherzluna á, að hið opinbera veiti sem flestum á 3-18 ára aldri tannlæknisþjónustu, og að auki íbúum þeirra héraða, sem einangruðust eru. Við leyfum okkur því að leggja fram eftirfarandi til- lögur til skipulagningar opinberrar tannlæknisþjónustu hérlendis: Hið opinbera stefni að því að veita reglubundna tann- læknisþjónustu á eigin tannlæknastofum með fastráðnu starfsliði, eftirtöldum aðilum: 1. Börnum og unglingum 2-16 ára á öllu landinu. Skal sú þjónusta veitt endurgjaldslaust. 2. Ibúum dreifbýlisins, þar sem erfitt er að fá sjálf- stætt starfandi tannlækna til starfa. Sú þjónusta skal veitt gegn gjaldi. Kostir kerfisins eru, að börnin fá reglulegt eftirlit með tönnum sínum, á þeim aldri, sem tannskemmdir eru tíðastar. Venjast þau strax á að finnast slíkt sjálfsagt. Þegar hið opinbera sleppir af þeim hendinni, eiga þau 19

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.