Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 22

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 22
sjálf að vera orðin nægilega þroskuð til að hugsa um þær. Með þessu kerfi er létt útgjöldum af bamafjölskyld- unum, en það teljum við mikilvægast. Við álítum, að ætli liið opinbera að greiða kostnað vegna tannlæknis- þjónustu landsmanna, eigi að byrja á að létta undir með barnmörgum fjölskyldum. Þar er þörfin mest. Auðvitað er ekki hægt að veita strax í upphafi öllum árgöngunum svona fullkomna þjónustu, og er því nauð- synlegt, að annast fyrst börn á barnaskólaaldri, 6-12 ára. Síðan yngri börnum, allt að tveggja ára aldri, en auka við, eftir að þeim áfanga er náð, eldri árgöngum. Finnst okkur rétt, að stefnt sé að 16 ára aldri, því að flest börn hér á landi eru í skóla til þess aldurs. Auðvitað niætti síðan veita eldri unglingum sambærilega þjónustu, þó að við teljum hildaust, að í upphafi skuli fyrst hugsa um yngri börnin og byggja þannig kerfið upp á góði’i undirstöðu. Er þetta lík stefna og Reykjavíkurborg hef- ur hingað til fylgt í þessu máli. Nauðsynlegt er, að hið opinbera setji á stofn og starf- í’æki tannlæknastofur í dreifbýlinu. Með því eina móti er von til að tannlæknar fáist til stai’fa þar, svo að hægt sé að gefa íbúum landsins tækifæri til að njóta sem jafn- astrar aðstöðu til tannlæknisþjónustu. Tvö önnur kerfi hafa vei’ið nefnd í sambandi við op inbera tannlæknisþjónustu: Endurgreiðslulcerfi og sjúkra- samlagskei'fi, en vegna þess, hve gölluð þau eru, geturn við ekki annað en varað við að taka þau upp hér, þó að fjái’hagslega liafi þau sýnt sig að vera tannlæknum síð- ur en svo óhagstæð. Helztu ókostir þeii’ra eru þessir. Þar eð búast má við aukinni eftii’spui*n eftir þessai’i þjónustu, komist þessi kerfi á, er bætt við að nýútskrifaðir tannlæknar fáist síður til stai'fa í dreifbýlinu, heldur setjist fi'ekar að í þéttbýlinu. Aukast þannig ósjálfrátt ei’fiðleikar dreifbýl- 20

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.