Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 24

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 24
TILLAGA UM STOFNUN „TANNVERNDARFÉLAGS ÍSLANDS“ 1 hinum svokölluðu menningarþjóðfélögum mun eng- inn sjúkdómur útbreiddari eða almennari en tannmein og tannáta, og er því ekki að neita, að í þessum efnum er ástandið enn verra í liáþróuðu þjóðfélagi okkar, en í flestum öðrum menningarlöndum heims. T.d. er hér önn- ur hver manneskja yfir 18 ára með falskar tennur, og er það án efa heimsmet! Hér þarf þess vegna á almennings- átaki að halda! Munn og tannsjúkdómar eru að vísu ekki jafn alvar- legir og ýmsir aðrir sjúkdómar, en þeir hafa þó mun skaðlegri áhrif, b;eði líkamlega og' andlega, en flestir gera sér grein fyrir. Þannig er hægt að benda á, að melting fæðunnar hefst í raun og veru í munninum, og hafa lélegar tennur eða tannleysi því neikvæð áhrif á allt hið almenna heilsufar. Heilar og fallegar tennur auka sjálfsöryggi manna og líkamlega og' andlega vellíðan í sama mæli og ljótar tennur liafa í för með sér vanlíðan og minnimáttarkennd. Er því fyllilega tímabært, að stofnað verði tannvernd- arlelag, sem hefði það að markmiði að aðstoða tannlækna eftir megni i baráttunni á móti þessum þjóðfélagsvágesti, sem munn- og tannsjúkdómar eru orðnir hér. Á öllum hinum Norðurlöndunum hafa tannverndarfé- lög verið starfandi fleiri tugi ára t.d. í Noregi frá 1911, með ágætum árangri. Tilgangurinn með þessu bréfi er að kanna, livort nægi- legur áhugi er fyrir liendi til þess að hægt sé að stofna slíkan lelagsskap hér líka. 22

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.