Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 30

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Page 30
ákveðna aðgerð raðað í bakka. Að lokinni notkun þvær aðstoðarí'ólk verkfærin og síðan er allt dauðhmnsð í ofni eða autoklav og geymt til næstu aðgerðar. Fyrir utan þann tímasparnað sem felst í því að hafa öll handverkfæri, bora, matricubönd og þ.u.l alveg við höndina í réttri röð, gefur auga leið, að með bökkum má auka hreinlætið á klinikkinni mikið. Nægir að benda á, að serum hepatitis er orðið mikið vandamál í nágranna- löndunum og er notkun bakka ein leið til að minnka hættu á smiti. Bakkarnir eru einkum gerðir úr áli, en þeir eru líka til úr „fiberglas“ og einnig eru nýkomnir á markaðinn svo- kalaðir eingangsbakkar. Albakkarnir hafa þann kost fram yfir hina, að þá má dauðhreinsa við hita. Það þola hin- ir bakkarnir ekki og takmarkar það að sjálfsögðu notk- un þeirra mikið. Álbakkar eru til af mörgum stærðum og gerðum og einnig er hægt að velja um nokkra liti. Þær gerðir sem náð hafa mestum vinsældum á Norðurlöndum eru: A) MÆHLUMS bakkar. Framleiðandi Norsk Aluminium Industri. Fást í 4—5 litum. Stærð 18x28 cm. B) STRINDBERGSBAKKAR. Framleiðandi A/B Svenska Dental Indstrument (ASDI). Fást í 5 litum. Stærð 183x284 nnn. C) THENOT KASSETTUR. Framleiðandi Societe Thenot Fils et Gendre. Fást í fimm litum og minnst 20 stærð- um. Mæhlums bakkar eru kenndir við norskan tannlækni, sem er íslenzkum kollegum af góðu kunnur, en Mæhlum hélt hér kursus í Praxisadministration fyrir nokkrum ár- um. Mæhlumsbakkar eru góðir að mörgu leyti en hafa þann ókost, að þeir eru ón loks, og er þvi ekki hægt að halda verkfærunum dauðhreinsuðum í þeim. Strindbergsbakkarnir og Thénot Kassetturnar eru lok- aðar og er þvi unnt að geyma innihald þeirra dauðhreins- 28

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.