Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 36

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 36
ekki haldið hreinu. Sé fyllsta hreinlætis gætt, verða bólgubreytingar „minimal“, sem þýðir, að viðgerðin get- ur varað áfallalítið fyrir stoðvefinn. Gott heilsufar tannarinnar þýðir ekki aðeins skaplegt útlit hennar og tyggingarhæfni rétt á meðan verið er að „sementera“. Markmið tannlæknisins er að viðhalda heilli tönn í hraustum stoðvef. PATO GENESIS Tannslíðurbólga (periodontitis marginalis chi’onica) er i eðli sínu „progressivur“ sjúkdómur, sem hefst (að und- angenginni tannholdsbólgu), þegar „sulcusbotninn" við CEJ rofnar og niðurvöxtur „epitelsins“ hefst og eyð- ing hins „marginala“ beins (resorption) byrjar. Sé ekkert aðhafst, læknast sjúkdómurinn að sjálfu sér, þeg- ar allur sá vefur (periodontium), sem hann herjar, er upp urinn og tönnin fallin. Tannklofsbólga (furcation involvement) heitir það stig tannslíðurbólgunnar, þegar „hólgufronturinn“ hefir náð til þess hluta tannarinnar, sem umlykur „rótarkómplex“ hennar og brýtur niður „periodontium“ þessa svæðis og tannklofsbein. Tannklofsbólga gefur því aðeins til kynna staðsetningu „bólgufrontsins“ i framvindu sjúkdómsins. Það þykir fullsannað, að bólga eða drep (necrosa) í tannkvikunni, getur valdið sjúklegum vefjabreytingum í rótarslíðri og aðliggjandi beini. „Retrograd“ kallast „periodontitis“, þegar upptök hans verða rakin til sjúk- legra breytinga í tannkvikunni, sem breiðst liafa via bicanales út í tannslíðrið. HISTOLOGI Sýni af bólguvef frá tannklofi er í engu frábrugðið sýnum frá öðrum „periodontitis“-sýktum svæðum. Hér er um „óspesifiska“ bólgu (inflammation) að ræða. „Oedema“ og „infiltrationsfrumur“ setja mark sitt á svæð- 34

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.