Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 39

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Side 39
og „mesial“ og „distal“ fletir jaxla efri góms vandlega kannaðir. Þá eru „mesial“ fletir á 4+4 áhugaverðir, þar sem „prognosa“ þessara tanna er yfirleitt slæm, þegar um djúpstæða tannslíðurbólgu er að ræða. Oft á tíðum er „rótarkomplex“ hinna sýktu jaxla hulið tannholdi, enda þótt „marginalt“ bein sé staðsett „apicalt“ við rótarsökkul. Kliniskt útlit svæðisins ber þá oft í fljótu bragði fá einkenni liins „periodontala“ sjúkdóms. Þéttleiki „gingiva“ og útlit virðist næsta eðlilegt, en við rannsókn verður allt aimað uppi á teningn- um. Það er reynsla flestra peridontista, að þessi sjúk- dómsmynd sé mun varhugaverðari en hin, því að samfara henni eru beinpokar tíðum dýpri og batahorfur að sama skapi verri, enda þótt færri sýktar tennur kunni að finn- ast í tannsettinu. Það ber því að kanna tannholds- festu allra jaxla nákvæmlega áður en viðgerð þeirra fer fram, enda þótt röntgenmynd kunni að vera negativ og útlit stoðvefs eðlilegt að sjá. ÆSKUMAÐUR SEM ÖLDUNGUR HAFA „SULCUS- BOTNINN“ STAÐSETTAN VIÐ SAIMSKEYTI KRÓNU OG RÓTAR, HAFI TANNHOLD ÞEIRRA HALDIZT HEILBRIGT. „Sulcusbotninn“ flyzt ekki til vegna hækk- andi aldurs. „Collagen fibrur“ eyðast ekki við það, að organisminn eldist (Ham Histology, 1965, 221:1041). Það losnar ekki um þær vegna „fysiologiskrar“ hnignunar eða breytinga i tannskorpunni með hækkandi aldri. Bólgur (gingivitis simplex, periodontitis marg. chron.) í stoð- vef tannanna eru andsvar líkamans við staðbundnu áreiti, sem birtist í formi bacteria. FLOKKUN Tannklofsbólgu má flokka niður eftir því, hversu mikil eyðing hefir átt sér stað i tannklofsbeininu. Flokkunin er því gerð með væntanlega meðferð í huga: Fyrsta stigs tannklofsbólga (Incipient) kallast bólgan, 37

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.