Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 42
teygir sig inn á milli rótanna. Ennfremur ræður sköpu-
lag rótanna miklu um meðferðina. Reynt er að eyða
pokanum með því að hefla til beinið og stuðla að mynd-
un svokallaðrar „interradikulær papilla“, þ. e. tannholdið
vex inn á milli rótanna og fyllir upp bilið. Meðferð þessi
ber ekki árangur, þegar pokinn nær inn á milli rótanna,
sem svarar hálfri þykkt tannklofsbeinsins eða meira. Þá
er um tvennt að velja: fjarlægja leifarnar af beininu eða
draga tönnina. Þær aðgerðir, sem að auki eru tiltækar
við annars stigs tannklofsbólgu, eru: gingivectomi,
muco-gingival-plastic, sulcusplastic, osteoplastic, osteo-
ectomi, odontoplastic.
Þriðja stigs tannklofsbólga.
Meðferð er fólgin í:
1. kirurgiskri opnun,
2. odontotomi eða hemisection,
3. tanndrætti.
Kirurgisk opnun. Aðgerð þessi er ómetanleg, þegar að-
stæður allar eru henni meðmæltar, en hún krefst mikillar
nákvænmi, tæknilega séð, er tímafrek (kostnaðarsöm),
bæði sjálf aðgerðin og eins eftirmeðferð (4—5 vikur).
Anatomisk forsenda fyrir aðgerðinni er, að rætur standi
gleitt. Hún er vel framkvæmanleg á 6—6 og í einstaka
tilfellum á 7—7. Miklar kröfur verður að gera til sjúkl-
ingsins um reglubundna og ítarlega hreinsun. Hætta á
tannholdsbólgu eftir kirurgiska opnun margróta jaxla er
ekki meiri en gengur og gerist, þegar um einróta tennur
er að ræða. öllu fremur myndast tannáta í „subpulpala“
veggnum, en þar finnast oft „dentincementlistar“ (Eve-
rett et al: 76% af rannsökuðum 6+6), sem hindra full-
komna hreinsun.
Á efri góms jöxlum getur opnun farið fram milli allra
þriggja rótanna, en það er skilyrði að viðkomandi tönn
standi aftast í röðinni, þar sem ekki verður komið við
40