Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 44
tannslíður og cndurfesta tannarinnar er þar með tryggð.
Djúpir, þröngir pokar í blóðríkum lieinvef eru bezt falln-
ir til „curettasje“.
En svo einföld, ósveigjanleg og „akademisk“ er með-
ferð ekki ævinlega. Aldur sjúklingsins og mikilvægi tann-
arinnar skiptir að sjálfsögðu öllu máli. Tap tannar get-
ur valdið mikilli röskun og sjúklingnum ærnum kostnaði.
Hægt er að láta tönnina standa, svo fremi sem það ekki
ógnar stoðvef nágrannatanna hennar, ef liægt er að eyða
„subjectivum“ einkennum, þótt ekki sé um algjöra lækn-
ingu að ræða þ.e. útrýmingu beinpokans. Framkvæmd-
ar eru þær aðgerðir, sem við verður komið: „curettasje“
o.s.frv. og eftirlit baft með tönninni. Brugðið getur til ‘
beggja vona með endingu slíkrar tannar, oftast fer ástand
hennar versnandi þar til um síðir að draga verður tönn-
ina. Meðferð þessi er þó talin réttlætanleg af mörgum.
Þá er tanndráttur við hafður, þegar sjúklingurinn get-
ur með hægu rnóti verið án tannarinnar eða aðgengilegt
er að bæta missi bennar.
COMPLICATION
Sérstaka gát skal bafa á ástandi tannkvikunnar.
Samfara annars stigs (partiell) og þriðja stigs (total)
tannldofsbólgu, er oft að finna sjúklegar breytingar í
tannkvikunni eða hún er „nekrotisk". Þá má búast við
því, að kirurgisk opnun geti leitt til ertingar í tannkviku,
sjúklegra breytinga og „nekrosu“ hennar. Rótfylling er
því hyggileg (profylaktisk) eða nauðsynleg að aðgerð af-
staðinni.
Ætíð er hætta á tannátu í „subpulpala“ veggnum og
þeim mun frekar, eftir því sem erfiðara er að halda svæð-
inu hreinu.
PROGNOSA
Batahorfur ráðast af afstöðu sjúklings og viðhorfi
42