Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 28

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 28
Hlutverk okkar verði metið að verðleikmu ' / Guðrún Ölafsdóttir Konur á Suðurnesjum hafa fremur litið látið f sér heyra á undanförnum árum á opin- á opinberum vettvangi, nema einna helst Kvennakórinn með söng sínum, sem er þó af allt öðrum toga spunninn. En sem betur fer hafa konurnar ekki með öllu tapað hæfileikanum til að taka hressi- lega til máls, eins og fram kemur i ræðu Guðrúnar Ólafsdóttur, formanns Verka- kvennafélags Keflavikur og nágrennis, sem birt er hér á eftir. Góðir Keflvíkingar. Við íslendingar erum fáir, við lifum í stóru landi. Við sitjum á bekk sjálf- stæðra þjóða. Því fylgir reisn og sjálfs- traust, sem hefur sitt ótvíræða gildi í samskiptum þjóða og þjóðfélagsþegna. Sjálfstæði okkar íslendinga hefur ekki varað lengi, og sjálfstæðið er ekki óvarandi óhagganlegt ástand, heldur ei- líf barátta í ýmsum myndum. Sjálfstæðinu hefur fylgt þróttur og þor, því hefur fylgt innlendur vinnu- kraftur, íslenskar siglingar og íslensk utanríkisverzlun. Þjóðin jókst á tæknilegum grundvelli, til að sigla og verzla um leið og hún sleit af sér nýlenduböndin. Vinnuafl íslenzku þjóðarinnar var gert arðbært, því var beint að viðreisn nútímalegs þjóðarbúskapar. Undirstaða auðlegðar á íslandi er vinnuafl þjóðarinnar. Áður meðan við vorum útlend ný- lenda, var flutt héðan hvert það verð- mæti sem nýlendustjórnin kærði sig um — að hafa af því lítilræði sem frum- stæðir bændur og sjómenn sóttu hörð- um höndum til lands og sjávar. Langtímum saman fannst hinni er- lendu nýlendustjóm þó varla svara kostnaði að senda íslendingum öngla eða færi til að draga fisk úr sjó. Öll þjóðin lifði við kjör fangabúða- þræla. Með sjálfstæði — með ábyrgð í skauti, sem því fylgir að vera öðrum óháðir hefur íslenzka þjóðin risið frá örbyrgð til bjargálna, landsmenn hafa byggt og um sig búið mjög myndar- lega. Þeir hafa líkt og ísraelsmenn gerðu forðum — dansað í kringum gullkálf- inn, kepþst til efnislegra gæða, og oft á tíðum lítt hugsað til þess spakmælis, að „kapp er bezt með forsjá“. Þessa dagana hefur ríkt mikil ókyrrð í þjóðfélaginu. Stefnt hefur verið til stórra átaka, en sú mildi, sú sáttfýsi sem enn er þó til, hefur forðað slíku. Það er öllum ljóst, að undanfarin ár hafa verið mörkuð skin og skúrum. Nú er svo komið að fiskurinn okkar, undirstaða hins efnislega sjálfstæðis, hefur ekki notið þeirrar hylli á erlendum mörkuðum eins og oft áður. Þessu hef- ur fylgt samdráttur og erfiðleikar. Tekjur heimilanna hafa rýmað og þeir sem verst eru settir hafa þolað meiri og þyngri byrði en sanngjamt getur talizt. Og því reynir það mest á konuna, sem gerir innkaup og hugsar um mats- eldina, hvernig hún ráðstafar þeim litlu fjármunum sem heimilin hafa úr að spila. Það hefur mjög verið um það rætt síðustu árin, að brot þeirra mola sem alþýða landsins fær til skipta, sé úr þjóðarkökunni. Við erum alltaf að tala 136 —- FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.