Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 39

Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 39
daga. Það glaðnaði því yfir þeim og þau fóru að hugsa um gott ráð til að stinga hana af. „Eg veit hvað við gerum,“ hrópaði Karl loksins. „Við bindum teppið hennar við svalahandriðið á bak við húsið.“ Snotra átti gamalt ullarstykki, sem hún bar alltaf með sér á milli tannanna og börnin kölluðu ,,teppið“ hennar, því hún lá alltaf á því þegar hún svaf. „Já,“ sagði Karen. „Snotra myndi aldrei skilja teppið sitt eftir til að elta bílinn okkar.“ Næsta morgun lögðu þau af stað til ömmu. „Ég skal færa þér gjöf, Snotra mín,“ sagði Karen. „Ég líka,“ lofaði Karl, „og ég veit að þér mun líða vel hér.“ Þau fóru með Sotru út á svalirnar, tóku af henni teppið og Karl batt það í flýti við handriðið. Snotra beit i teppið, togaði og togaði, hún klóraði í það og reyndi með öllum ráðum að ná því. En það var vel bundið. Krakkarnir læddust flissandi í burt, og þutu að bílnum. „Allt í lagi,“ sögðu þau við foreldra sína. Karen sneri sér að ömmu. „Þú mátt ekki gleyma að losa það um leið og við erum farin.“ „Nei, nei,“ sagði amrna brosandi. „Ég skal hugsa vel um kisu.“ „Var Snotra ekki fyndin,“ tísti í Karen, þegar þau voru komin af stað. „Ætli hún verði ekki reið, þegar hún skilur að við höfum leikið á hana?“ „Jú,“ sagði Karl, „en við urðum að gera það. Ég skal svo sannarlega gefa henni eitthvað, þegar við komum aftur. „Ég líka,“ sagði Karen. Helgin var fljót að líða. Þau eyddu löngum tíma í dýragarðinum og fóru í þinghúsið, þar sem lög rík- isins voru samin. Karen og Karl skoðuðu húsið, sem Betty frænka bjó í. Þau fóru margar ferðir í lyftunni og þóttust vera lyftuverðir fyrir fólkið, sem bjó í húsinu. Og rétt strax, — eða svo fannst Karenu og Karli — voru þau á leið heim. Karl hafði keypt mús, sem tísti, handa Snotru, en Karen gaf henni bolta. Þegar þau komu að húsi ömmu, teygðu þau sig út til að sjá Snotru. Kisa þekkti bílinn, og kom venju- lega þjótandi á móti honum. En Snotra sást hvergi. Pabbi stansaði bílinn og börnin ruddust út. „Snotra, Snotra, við erum komin,“ kölluðu þau, en ekkert svar. Amma kom út til að taka á móti þeim. Hún kyssti þau hvert um sig og augu hennar ljómuðu. „Saknið þið einhvers?“ spurði hún. „Hvar er Snotra,“ spurðu þau bæði í einu, og veif- uðu gjöfunum, sem þau höfðu keypt handa henni. „Athugið þið í bílskúmum,“ sagði amma og heils- aði foreldrum þeirra. Karen og Karl hlupu að bílskúmum. „Snotra, Snotra,“ kölluðu þau í dyrunum. „Mjá,“ heyrðist á bak við hjólbörurnar. Karl og Karen hlupu til að sjá hana. Og þvílík undrun. í stórum kassa lá Sontra og við hliðina á henni lágu fjórir hvítir og gulir kettlingar. Karen og Karl struku mjúka kettlingana og Snotra nuddaði sér upp við fætur þeirra og mal- aði af ánægju. Faðir þeirra kom í bílskúrsdyrnar. „Það lítur út fyrir að Snotra hafi ekki farið mikils á mis, þó hún hafi ekki fengið að koma með okkur,“ sagði hann. Snotra malaði hátt. Og móðir þeirra bætti við: „Ég held, Karen, að Snotra sé sú ykkar sem síðast hlær í þetta skiptið.“ „Nei, hún gerir það ekki,“ hrópaði Karen. Því að ég ætla að nota þessa sögu í heimaverkefnið mitt.“ Þau hlógu öll, og Karl benti á Snotru. „Sjáið þið, hún hlær líka.“ Og það gerði hún. 1. Hvað er eins og hálf appelsina? 2. Hvað er reynsla? 3. Til hvers ganga slökkviliðsmenn í Árósum með rauð axlabönd? 4. Hvort var fyrr skapað, maðurinn eða skeggið? 5. Hvaða stökk er það sem reiðum reyn- ist, en óreiðum örðugast? 6. Hvað þarf til þess að vel gerður skór komi að notum? 7. Hverjum má helst trúa fyrir leynd- armáli? iöBruri rjsjs jngjaA tunuoH ’ja JnjsnuSXi uias uiiatj •IJ9UI y uuioiís •J9S jau y ddn BAifflojs OV •uinuiuuBui uepun u ondojjs njoA jXp 3o ‘33aj(s jnjaij uuijnjBijjiaj) 'eiSSaJis •uinunxnq 3is uin iddn 'BpjBq oG T!X •uinui<t uin3io umno OBduj jnjaq n<t ja ‘jijjo jj? nq uios öb<j ■uuijnSuiuipq uuih FAXl — 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.