Faxi - 01.12.1975, Blaðsíða 18
VALTÝR GUÐJÓNSSON
FAXI35 ára
Lánur þessar eru settar hér í tilefni
nokkurs konar ferðalags.
Blaðið Faxi hóf ferð sína fyrir 35
árum, það rifjaðist upp fyrir mér fyrir
rúmri viku, og að ég fylgdi því eftir
fyrstu eitt eða tvö árin sem ritstjóri
þess. Útgefendur voru áhugasamir post-
ular í Málfundafélaginu Faxa, eða rétt-
ara sagt félagið sjálft, og svo eí enn.
Árið 1940 mátti segja, að sál og lík-
ami alls mannkynsins væri að komast
á fulla ferð inn í nýjan heim. Málfunda-
félagið Faxi var stofnað ári fyrr, —
en félagið er hinsvegar saklaust af því
að eiga nokkurn þá í sköpun heimsins.
Það vildi bara svona til, að félagið varð
til, að við í félaginu horfðum á ferðina
eins og fjöldi annars saklauss fólks. í
ferð verður jafnan að nefna til áfanga-
staði. Félagið lifir enn, blað þess líka.
Þá voru samt skelfilega erfiðir tímar,
og til úrbóta sennilega fátt betra en að
gefa út blað. Menn greindi á um pólitík
í landinu, og um stefnur innan byggðar-
lagsins. Til þess að valda ekki neinum
miska eða misskilningi, var blaðið hlut-
laust um þetta. Menn greindi á um vakn-
inguna miklu bak við stríðið úti í lönd-
um, þjóðernisvakningu og föðurlandsást
Adólfs Hitlers var upp á sitt besta, en í
mótvægi þess þróuð lýðræðis- og sið
gæðisvitund vestrænna þjóða. Ekki varð
þó þetta að ágreiningisefni meðal Faxa-
manna, né heldur íslendinga að neinu
ráði. Stríðið var utanlands. En við í fé-
laginu hlustuðum á eins og f jöldi annars
saklauss fólks.
Tvisýnir tímar og ágreiningsefni
mörg, efnahagsleg og menningarleg.
Eitt, aðeins eitt: Enn stóðu mál þannig
þá, að fjölda fólks um landið allt þótti
sér misboðið, ef einn fremsti stílsnill-
ingur íslands, fyrr og síðar, var nefndur
til góðskálda. Nokkrum árum síðar varð
hann samt fyrsti Nóbelshöfundur okkar
litlu þjóðar.
Ég man að við vildum gefa út blað til
þess að efla þroska. Ungt fólk í fylgd
roskinna og góðra manna, sækir eftir
þroska — og æfingu í að tjá sig um
heilnæma hluti, hvort heldur í ræðu
eða riti.
Þess vegna örkuðum við inn í Jesú-
prent í Reykjavík, og létum prenta
fyrstu blöðin af Faxa. Það var fyrir
35 árum. Við vorum flestir ungir þá,
og vissum ekki gerla hvert ferðinni var
heitið lengra.
Líf þessa blaðs hefur ekki byggst á
útgefendunum, og við það er ekkert að
athuga. Útgefendur hafa samt rætt af
áhuga og innsæi um framhaldslíf blaðs-
ins á hverju ári sem guð hefur gefið
til, um gengi þess og tilgang, á sama
hátt og safnaðarfulltrúar um kirkju-
sókn, trú og siðgæði, og bindindisfröm-
uðir um nauðsyn bindindis í landinu.
Blað sem þarf að lifa, það þarf einn
duglegan mann.
Eins og allir vita, sem til þekkja,
axlaði Hallgrímur Th. Bjömsson einn
allan þungann af ferðalagi blaðsins í
rúm 30 ár, sem ritstjóri og útbreiðslu-
meistari, og enn er kannske annar dug-
legur karl tekinn við. Hver veit, — þá
lifir blaðið, blaðið sem enginn vissi fyr-
irfram hvort næði fimm ára aldri hvað
þá meira. Það gæti því sem best orðið
eilíft eins og spariskírteini.
Margir fyrstu árgangar blaðsins munu
löngu uppseldir og ófáanlegir. Menn og
minjar eiga í því frá upphafi til þessa
dags, sína línuna hvort. Óðum líður á
öldina, og bráðum ætti að þurfa að fara
að búa til nýjan heim, enn á ný. Upp
rísa þá ungir menn, sem kynnu að geta
notað blaðið sem heimild, fært úr því
til sögu héðan úr byggð sitthvað, sem
betur er varðveitt, heldur en það væri
með öllu týnt.
Hjartnns þnkUiv
Hjartans þakkir fceri ég öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd á sjötugs-
afmæli minu, 27. október s.l., með árnaðaróskum, margvíslegum gjöfum
og þátttöku í fagnaði afmæliskvöldsinS.
Þótt eigi sé mögulegt að birta hér nöfn einstaklinga, skal hér getið
þeirra félaga og stofnana, sem ekki hvað sizt stuðlaði að því að gera mér
afmælisdaginn ógleymanlegan, með því að þau efndu til samsætis mér
til heiðurs afmæliskvöldið.
Félögin og stofnanirnar eru þessi: Verkcdýðs- og sjómannafélag Kefla-
víkur og nágrennis, Bæjarstjórn Keflavikur, Kaupfélag Suðurnesja og
Sóknamefnd Keflavikur.
Fyrir átta ykkkar rausn og gjafir á ég aðeins góðar óskir ykkur til
handa og því bið ég ykkur öUum blessunar Guðs á ókomnum árum.
Ragnar Guðleifsson
126 — FAXI