Árdís - 01.01.1933, Page 14

Árdís - 01.01.1933, Page 14
12 Árið 1925 var stofnað kvenfélað í Riverton, Manitoba, er nefnd- ist “Kvenfélag Bræðrasafnaðar.” Var það stofnað með seytján meðlimum og hefir starfað af áhuga að safnaðarmálum. Árið 192(5 mynduðu íslenzkar konur i Seattle, Wash., kvenfélag fyrir tilhlutun frú Ingunnar Marteinsson. Tilheyrði það lúterska söfnuðinum i Seattle (Hallgrimssöfnuði). Hefir meðlimatala þess mikið aukist á síðari árum, og hefir það starfað mikið söfnuði sínum til heilla. Hið sama ár var kvenfélagið “Sigurvon” myndað í Víðinesbygð, Manitoba, af átta konum. Hefir meðlimatala þess aukist nokkuð síðan. Starfar það aðallega að safnaðarmálum. í mörgum söfnuðum hafa konur haft samtök með að greiða fyrir ýmsum áhugamálum án þess að mynda félag; hafa komið saman á fundum og á ýmsan hátt haft saman peninga. i mörg ár unnu konur Breiðuvíkursafnaðar í Nýja íslandi þannig; sömuleiðis konur Konkordíusöfnuði í Sask. Árið 1914 mynduðu konur í hinum síðarnefnda söfnuði félag er “Tilraun” heitir. Hefir ?að félag starfað með miklum dugnaði og hagsýni. Þrjú trúboðsfélög kvenna er mér kunnugt um að séu starfandi innan kirkjufélagsins. Eitt þeirra í Winnipeg, annað í Selkirk, og hið j)riðja tilheyrandi Emmanuelssöfnuði i Wynyard, Sask. öll J)essi félög starfa aðallega að því að glæða áhuga fyrir trúboði, bæði heima fyrir og erlendis. Hafa þau styrkt heiðingjatrúboð og gert tilraun til að gleðja og uppörfa trúboða kirkjufélagsins. “Dorcas”-félög ungra kvenna hafa verið mynduð í Winnipeg, Argyle, Gimli, Árborg og Víðir. Eru þau öll starfandi nú, að undanteknum félögunum í Argyle, er munu hafa sameinast kven- félögunum þar. Það hefir verið mér sérstök ánægja að lesa hinar mörgu og fróðlegu skýrslur, er mér hafa borist frá þessum félögum. i nokkr- um tilfellum hef eg með höndum hinar fyrstu fundargjörninga- bækur hinna eldri félaga. Eru blöðin lúin og skriftin máð. Manni hlýnar einkennilega við að lesa þessi gömlu skrif. Það er eins og maður sjái í anda erfiðleikana alla, er þá hertu að hinum ágætu, tápmiklu konum, og finni hvernig á ýmsan hátt þær hlyntu að og glöddu þá sem bágt áttu; hve samtaka þær voru með þá hugsun að gera guðshúsin fögur og vegleg. ÖIl voru þessi félög meira og minna einangruð hvert frá öðru. Styrkur hel'ði þeim verið að j>ví frá byrjun, hefði eitlhvert samband verið á milli þeirra. Fyrir nærfelt þrjátíu árum mun hafa fyrst verið vakið máls á því opinberlega að æskilegt væri að öll kven- félög innan Hins evangeliska lúterska kirkjufélags í Vesturheimi sameinuðust. Var það frú Lára Bjarnason, er vakti máls á þessu. Fékk málið ekki byr undir vængi þá, og var ekkert frekar gert í þá

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.