Árdís - 01.01.1933, Page 16

Árdís - 01.01.1933, Page 16
 Áhrif kriálinnar konu á mannfélagið Erindi í'lutt á þingi Bandalags lúterskra kvenna. Eftir Maríu Buhr Eg hef verið beðin að segja fáein orð um eitthvað sem konum væri sérstakt áhugamál. En eg veit varla hvað eg ætti að kjósa, því á þessum tímum er það svo margl sem konur hafa áhuga fyrir. í dag er varla nokkur verkahringur eða nokkurt mál sem konur taka ekki þátt i. Við höfum kvenlækna, kvendómara, kvenlögmenn, rithöfunda, kennara, bókhaldara, trúboða, og erindreka á alskonar þing og mannamót. Mörgu góðu hafa slíkar konur komið til leiðar, sérstaklega viðvíkjandi lagahreytingum, er bætt hafa hag kvenna, barna, munaðarleysingja og gamalmenna. Nú erum við kvenþjóðin ekki lengur taldar með óvitum eða vitfirringum. Nú er bæði ekkjum og gamalmennum veittur styrkur til lífsviðurværis. Við þökkum konunum, sem í þessum opinberu stöðum standa, og viljum gefa þeim verðuga viðurkenningu fyrir þeirra mikla og góða starl'. En öll heildin af konum taka ekki þátt í opinberum málum, en eru aðeins konur og mæður, eins og þú og eg. En þar sem árlega eykst tala þeirra kvenna, sem þátt taka í málum þjóðarinnar, þá finst mér að okkar verkahringur sé að stækka og verða ábyrgðar- fyllri. Sé það rétt að sá sem er drengur i dag sé faðir á morgun, ])á má segja það svipað um stúlkuna. Þegar konur byrja heimilisstörf sín, þá dreymir þær um margt sem þær muni koma til leiðar. Þær hafa séð margar misfellur sem þær langar til að greiða úr, og vona að tækifærin komi smám sarnan. Svo koma börnin stundum fleiri en eitt eða tvö, og dag- arnir verða hver öðrum líkir: Koma hörnunum á skóla, matreiða, passa fötin þeirra, hjúkra þeim veikum, samgleðjast þeim þegar alt gengur vel, rétta hjálparhönd þegar öðruvisi ler, refsa þeim fyrir afbrot, og gera tilraun til að innræta þeim alt sem gott er og fagurt. Við erum Htið þektar nema i litlum hóp vina og vandamanna, og stundum finst okkur til um tilbreytingarleysið—-þetta sama dag eftir dag. Er þetta þá tækifærið, sem við vorum að bíða eftir? Ekki getur það verið; okkur finst það í fljótu bragði ómögulegt. Máske hér í okkar hversdagslífi búi eitthvað meira en sýnist vera ofan á. Vig höfum lesið að Guð skapaði mann og konu, setti þau í fagran aldingarð, umkringdi þau fegurð og sælu, meiri en við getum skilið. Sælan varði skamt því syndin kom inn í heiminn og orsakaði alt það böl og alla þá mæðu sem við þekkjum í okkar starfi á heimilum og annarsstaðar.

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.