Árdís - 01.01.1933, Qupperneq 22

Árdís - 01.01.1933, Qupperneq 22
20 Gleymum þvi ekki að börnin sjá hlutina í öðru ljósi en við. Það er okkur virðist hversdagslegt og Jítils um vert, eins og til dæmis sníkju-jurtin gula, er fjötrar haustblómið gullinsprota, er í þeirra augum heil saga sjálfs-afneitunar og hetjuskapar. Ef þeim er sögð sú saga efast eg ekki um að þau myndu þá og þegar ásetja sér að verða gullin-sproti en ekki sníkju-jurt. “Mikil eru verkin Guðs en meiri eru þó verkin mannanna,” er haft eftir gömlum karli er hann kom í stórborg og sá skýja-brjóta og önnur mannvirki. Við brosum að þessu, en það er einmitt þessi efnishyggja er við þurfum af alefli að vinna á móti hjá börn- unum okkar. Við þurfum að kenna þeim að elska stjörnuljósið meira en raflýstu borgargöturnar, og fuglasönginn betur en hið hása garg útvarpsins, og bezt getum vér gert þetta ef vér elskum þessa hluti sjálf. Er eg var barn heima á fslandi, var mér sagt að til væri óska- steinn. Ef eg fyndi hann myndu allar mínar óskir ujjpfyllast. Eg leitaði mikið að óskasteininum á sjávarströnd íslands. Eg fann hann aldrei. En öldurnar sungu mér um tign, mátt og mildi höf- undar tilverunnar, söngva er eg hef aldrei gleymt. Gömul kona sagði mér að fjögra-blaða smári væri hamingju merki. Iíg leitaði að hon- um. Eg man ekki hvort eg fann nokkurn, en ilmurinn af smáblóm- unum, litprýði þeirra og hin leyndardómsfulla bygging, fyltu mig lotningu fyrir honum er hafði gert þau svo fagurlega. Eg hlustaði á sumar-gaukinn á vorin og um leið heyrði eg söng allra hinna smáfuglanna og lijarta mitt fyltist gleði. Fugla- söngurinn á íslandi á vorin er svo þrunginn af gleði. Við undrumst það eigi er við hugsum til þess að smáfuglarnir, er þangað koma, eru þá nýkomnir af ferðinni löngu yfir Atlantshafið, úfið og geig- vænlegt. Efalaust eru þeir að þakka handleiðsluna yfir hafið og þess vegna er söngurinn svo innilegur. Látum okkur senda börnin okkar út til náttúrunnar til að leita að óskasteininum, fjögra-blaða smáranum og til að hlusta á sumargaukinn. Alt er þau finna og heyra mun hafa áhrif til góðs og fylla þau lotningu fyrir því, sem fegurst er og bezt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Árdís

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.