Árdís - 01.01.1933, Side 26

Árdís - 01.01.1933, Side 26
24 sinnar hafa notiÖ í þessu landi kunna og meta. Þær örfa imyndun- arafl barnsins og svala barnsþrá þeirra. Goðsagnir eru trúarsvör leitandi sálar á bernskuskeiði mann- kynsins, er þekking og vísindi höfðu ekki skírt veruleikann né heldur var hugsunin nógu þroskuð að meðtaka hann. Eins fer börnunum; þau skapa sér orsök þeirra hluta er þau ekki skilja. Þessvegna eru goðsagnirnar með hugmyndaflugi sinu og um leið ofur einfaldri útskýring hlutanna í aðdáanlegu samræmi við kröfur barnssálarinnar. Bækur Hawtliorne’s “Wonder Book og “Tangle- wood Tales” geta leiðbeint í þessum flokk; en eg býst ekki við að börn fylgist vel með goðsögnunum fyr en um átta ára aldur, og þá þeim einum er mest hrífandi eru og hafa mentandi gildi. Dæmisögur hafa að geyma lifsreglur fyrir dagfar vort; þær kenna forsjálni, hyggindi og gætni, bygða á reynslu spakra manna mannsaldur eftir mannsaldur. Ef segjandi getur dvalið fyrir börnunum og haldið athygli þeirra ineð slikum sögum })á munu þau brátt læra spakmælin og málshættina ásamt heilræðum sem runnið hafa inn i okkar daglega mál, einmitt úr þessum sagnaflokki. Þið minnist öll þessara: “Dag skal að kveldi lofa,” “Hver elskar sér líkt,” “Sjaldan er ein hára stök,” “Hyggindi sem í hag koma,” og “þeir gusa mest sem grynnst vaða.” Sagan festir heilræðið í huga barnsins, og þá er tilganginum náð. Þið þekkið sögurnar, “Sólin og Vindurinn,” “Ljónið og Músin,” “Tóan og Vínberin.” Hetjusögur, eins og nafnið hendir til eru fullar of hetjudýrkun, sein er rík í okkur öllum; hér í Iandi kann hver og einn sögur um “Robin Hood,” “King Arthur” og “Þúsund og Ein Nótt.” Níu til tólf óra börn kjósa þennan flokk sagna fram yfir alt annað, enda ])ótt sumar sögurnar séu einnig við hæfi barna, sem yngri eru. Þegar þessum aldri er náð fara hörn og unglingar að fella sig bezt við dags-daglega virkileika í sögunum og eru þau þá um leið utan við svið þessarar ritgerðar. Að segja börnum sögur krefst þess að só er segir þekki hvert einstakt barn og hagi sér eftir því. Frá tveggja til fjögra ára snýst hugsun barnsins um sjálft sig; sögur ineð nafni þess á persónum sögunnar eru því beztar; einnig sögur af dýrum og hlutum er þau sjá daglega, t. d. “The öld Woman and Her Pig,” “Little Red Hen,” o.s.frv., endurtekningar virðast hjálpa barninu að skilja og muna; menn finna “Mother Goose Jingles and Nursery Rhymes” eitt af því ágætasta fyrir ung börn. Fjögra til sex ára kemur fram áhugi þeirra gagnvart öðrum en sjálfu sér, sérstaldega öðrum börn- um. Sögur um mat og góðgæti halda athygli þeirra, jafnframt því sem þau vilja vita hvaðan það kemur og úr hverju það er búið til. Veröld þeirra fer stækkandi og náttúruríkið vekur undrun þeirra. Sex ára eða eldri fara flest börn á skóla. Börn i öðrum löndum vekja athygli þeirra, dýrasögur og sérstaklega sögur af hundum J

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.