Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 30

Árdís - 01.01.1933, Blaðsíða 30
28 umhugsunar. Eg hei'i réttlætt þessa “business” aSferð okkar fyrir sjálfri mér og öðrum með þvi, að ánægjan sem við hefðum af uin- stanginu, og samvinnunni væri vel peninganna virði. En áreiðanlega hygg eg, að ef við legðum beint í félagssjóð þá peninga og það pen- inga virði sem við leggjum til starfrækslu félaganna undir núverandi aðferð olckar, væru lelögin jafn vel stödd fjárhagslega, við sjálfar persónulega engu fátækari, en mikill tími sparaður, og inikilli þreytu afstýrt. Sé þessi tilgáta mín á nokkru bygð, væri ástæða til að reyna hvort eklti mætti haga verkum á hagkvæmari hátt, án þess að félögin liðu fjárhagslegan halla. Eins og kunnugt er hafa kvenfélögin frá upphafi vega víðast hvar aðallega safnað fé með því að halda arðberandi skemtisam- komur. Var það heppileg aðferð. Með þessu móti komu félögin á stofn talsvert fjörugu félagslífi, og fullnægðu með þvi hrýnni þörf nýbyggjanna á að hal'a tækifæri til að skemta sér. Voru þessar samkomur vandaðar eftir föngum, og man eg enn eftir ýmsu skemti- legu, fróðlegu og uppbyggilegu, sem þar var hal't um hönd. Komu þar fram bygðarmenn og bygðarkonur, og skemtu með ræðum, upp- lestrum, söng og hljóðfæraslætti, leildist og fleiru, hver eftir því sem hezt hann gat. Hafið þið tekið eftir því, eða er jiað aðeins kerlingahók mín, að yfirleitt nýtur maður betur þess, er vinir manns hafa fram að bera bæði til andlegrar og Hkamlegrar nautnar, en þess er ókunnugir veita. Mér virðist ]iað skiljanlegt, og tryði bezt, að einmitt ]æss vegna hal'i gömlu kvenfélagssamkomurnar skilið eftir svo Ijúfar endurminningar. En það hezta við “liome talent” sam- komurnar, sem nú eru alment svo nefndar, er það, að sá sem tekur þátt í að skemta hefir mest gagnið og ánægjuna af þeim, og eftir því meira gagn og meiri ánægju sem hann sýnir meiri vandvirkni við undirhúninginn. Það var skaði þegar einstaldingar fóru að sýna vandfýsni mikla, sem svo gróf um sig, þangað til það var æði alment að láta sér fátt um finnast nokkuð það er heimafólk hafði á boðstólum til skemtana. Afleiðingin varð sú að fólk fór að verða mjög óviljugt á að koma til að skcmta, vegna þess að ekkert sem það gæti í té látið, myndi verða fyrir öðru en útásetningi. Og eg þekki til þess, að sumstaðar gekk þetta svo langt, að ókleift mátti heita að koma á skemtisamkomu með öðru móti en því að fá skemtiskrána sem lengst að. En út um landsbygðina sérstaklega, geta verið annmarkar á að þetta sé hægt, og hel'ir enda komið fyrir að alt hat'i brugðist á síðustu stundu. Og þá gat orðið lítið úr uppbyggingu á þeirri samkomu. Meðan eg enn er við þetta efni langar mig að benda á að það lýsir jafn mikilli skarpskygni að geta eygt alt fagurt, gott og gagn- legt í ræðu og riti, eins og að geta fundið alla smágalla. Þar að auki er það undir flestum kringumstæðum mikið upphyggilegra og skemtilegra að skygnast eftir kostum en göllum, og meira í sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.