Árdís - 01.01.1933, Qupperneq 34
32
kvæmari hátt en við nú gjörum, og þannig fengið stund til að lesa,
ræða, og i'lytja erindi um fróðleg og uppbyggileg málefni, án þess
þó að lengja fundartímanum. Nú veit eg að einhver muni segja
að við scum svo óvanar við svoleiðis starf, að okkur sé ekki til
neins að reyna það. En eg veit að við gætum gert mikið í þessa
átt, ef við létum ekki feimni og vanal'estu aftra þvi. Það ætti að
vera ein af meginreglum okkar, að skorast aldrei undan að reyna
að gera það sem félagssystur okkar treysta okkur til, og biðja okkur
um, einmitt á þessu sviði starfsins. Ljósin okkar mega ekki sifelt
vera falin undir mælikerum.
Tækist okkur með þessari vinnuaðferð, ofurlítið að auðga anda
vorn, má reiða sig á að litlu ljósin okkar myndu skína bjartar
en ella yfir nágrenni vor, heimili, og sérstaklega yfir blessuð börnin
og unglingana, sem Guð hefir falið okkur til uppeldis. Það, að
við kynnuin okkur sem bezt velferðarmál þeirra, er þeim lifsspurs-
mál. Þess vegna leyfi eg mér að nefna kristileg uppeldismál, sem
það viðfangsefnið sem við ættum, helzt og fremst að taka til alvar-
legrar íhugunar, hvað svo sem öðru líður.
Það var sú tíð að fólk gat verið í ró og næði með börnin sín á
heimilunum sínum, og haldið -þeiin frá solli og illum áhrifum fyrir-
hafnarlítið. Nú er öldin önnur. Nú vitum við hvað greiðar sam-
göngur, og fjörugt félagslíf gerir mikið erfiðara fyrir í þessu efni.
Eigum við þá að standa hjá, og láta ráðast hvort börnin okkar sog-
ast inn í glauminn og hringlandann eða ekki? Nei, og aftur nei. Nú
er brýnni þörf en nokkurntíma áður til að setja sig inn i kringum-
stæðurnar, hefjast svo handa, og með Guðs hjálp, reyna að forða
“óvitringunum ungu” frá hættum sein þeir eygja ekki sjálfir. Þess
vegna er það að mér finst nauðsyn krefjast þess að við tökum þetta
mál upp á dagskrá vora,—lesum um það á fundum vorum, spjöll-
um um það, rannsökum það og gerum það að brennandi áhuga-
máli félaganna.
Við erum hér samankomnar á fyrsta þingi Hins Sameinaða
Kvenfélags Hins Evangeliska Lúterska Kirkjufélags íslendinga í
Vesturheimi. Stofnun samhandsins hefir verið rædd töluvert, og
eru sumar raddir með, sumar á móti sambandinu. Fyrir mitt
leyti er eg því eindregið hlynt. Gagnsemi þess ætti eftir mínum
skilningi að vera margfökl.
Væri nú svo, að framvegis ætli starf kvenfélaganna að vera
steyiit í sama móti og hingað til, og aðal starfið að vera fólgið i fjár-
söfnun, þá væri sambandið ekki svo nauðsynlegt, því að fjármál
hvers félags eru að verða þess einkamál. En eigi framtíðarstarfið
að vera víðtækara og á hærra sviði, er öðru máli að gegna. Þá
yrði viðfangsefni félaganna almenningsmál, sem næðu langt út fyrir
umhverfi hvers félags, og gætu því verið sameiginleg öllum félög-
unum. Þau mál myndu hafa styrk af sambandinu. Það er haft
fyrir satt að “mönnunum muni annaðhvort aftur á bak ellegar nokk-