Árdís - 01.01.1933, Síða 44

Árdís - 01.01.1933, Síða 44
 42 Kristindóms námsskeið út í sveit Eftir Þjóðbjörgu Henrickson Frá því að Robert Raikes á Englandi fann hvöt til að safna unglingum af strætum borgar sinnar og kenna þeim um Jesú Krist, hefir skilningur hugsandi manna, sífelt vaxið með það hve dýrmætt er að innræta barninu trú og elsku á frelsara sinn. Robert Raikes, sem kallaður var “faðir sunnudagsskólans,” safnaði að sér hóp verkamanna og stofnaði hinn fyrsta sunnudags- skóla—Krist skóla—og margur unglingur kom þar er myndi annars hafa í'arið á inis við alt það, er leiddi til þekkingar og skilnings á frelsara sínum. Það frækorn, er þar var sáð, hefir leitt af sér ómælandi blessun—fagurt tré er hefir lireiðst út um allan kristinn heim. í dag er sunnudagsskólinn eitt hið allra sterkasta afl til hjálpar kristinni kirkju. Eitt kristið lilað álítur af 84 prósent af innrituðum meðlimum prótestanta kirkjunnar í dag, liafi einhverntíma verið lærisveinar i sunnudagsskóla. Ef barnshjartað er tengt frá því fyrsta við frelsarann þarf einskis að kvíða. Skyldu forehlranna gagnvart barni sínu er ekki gengt nú á þann sama hátt og fyrrum. Barninu er ekki innrætt þekking á heil- agri ritning og þýðing alls þess er leiðir til stofnun kristinnar kirkju, við kné móður sinnar. Kröfur nútíðarlífsins eru slíkar að örðugt er að halda uppi heimilis tilsögn í trúarlegum efnum er tíðkaðist fyr á kristnum heimilum. Annriki og hringiða þessa tíma veldur því að kristindóms upp- fræðsla er algerlega—oft eingöngu—höfð um hönd sem eitt starf kirkjunnar. Almennust er sú aðferð að stofnsetja fræðsluskóla— sunnudagsskóla—og er jiessi stofnun orðin sterkur hlekkur í upp- eldi hvers kristins unglings. Áhrif sunnudagsskólans eru meiri en mælt verða. Barnshjartað er urdirstaða kirkjulífs hvers héraðs og ef undir- staðan er ekki á öruggum grundvelli—á kletti Jesú Krists—verður lítið um framtíð kirkjulífs jiess héraðs. Barnshjartað er móttækilegur jarðvegur. Kristur sagði: “Leifið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, jiví þeirra er himnaríki.”

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.