Árdís - 01.01.1950, Page 5
Fjórðungsaldar afmæli
Á þessu sumri eru tuttugu og fimm ár liðin síðan stofnfundur
Bandalags Lút. Kvenna var haldinn. Sízt er það viðeigandi að vera
með nokkra mælgi um áhrif þess eða störf á þessu tímabili, en þó
hygg ég að óhætt sé að fullyrða að meira hefur orðið ágengt heldur
en nokkur þeirra, sem að félagsstofnuninni stóðu, gerðu sér von
um í byrjun.
Nú horfum við ekki til baka, en við viljum aðeins lúta höfði í
bæn og þakka algóðum guði fyrir leiðsögn hans. Hans náðarhendi
hefur leitt okkur af einni tröppu á aðra. Styrkur hefur verið veittur
íyrir hvert spor. Með þakklátum huga minnumst við allra þeirra
félagssystra sem með okkur hafa starfað með trúmensku og ein-
lægni.
Nú er annar aldarfjórðungur byrjaður, við horfum fram á leið
með gleði og eftirvæntingu. Guð gefi að framtíð Bandalags Lút-
erskra Kvenna geymi í skauti sér mikið og dýrðlegt starf, unnið af
fórnfýsi og óeigingirni, guði til dýrðar. I. J. Ó.
Bandalag Lúterskra Kvenna 25 ára
Bandalagið byrjað var
blysið kveikt í konu hjarta.
Systur hennar sáu þar
samvinnunnar Ijósið bjarta.
Fyr þœr höfðu fundið það
frelsið er ei takmarkað.
Þœr leituðu til Lausnarans
lífsins strengir urðu hljóðir.
Fundu svarið frelsarans:
„Farið kristnið allar þjóðir“.
í herrans nafni verkið vinn
vandlátur er Drotttinn þinn.
Heilög sambönd þekkið þið
þráðinn sterka trúin finnur
Standið saman hlið við hlið
herdeild guðs að lokum vinnur
Yfir fljótið byggið brú
Betel guðs skal nefnast sú.