Árdís - 01.01.1950, Page 7

Árdís - 01.01.1950, Page 7
„Blárra tinda blessað land/y Eftir MARGRÉTI STEPHENSEN Skáldið syngur: „Ég vil elska mitt land, .... Ég vil auðga mitt land, Ég vil efla þess dáð, ég vil styrkja þess hag. Ég vil leita að þess þörf, Ég vil létta þess störf, Ég vil láta það sjá margan hamingjudag“. Já, „landið er enn fagurt og frítt“ og enn kveða skáldin um ætt- jarðarást. Endalaus tilbreyting á myndasýningu íslands, opnast npp fyrir augum ferðalangsins sem virðir fyrir sér með huga og hjarta — íslands skrúð. Hin bláu vingjarnlegu fjöll, hinir háu hólar sem „hálfan dalinn fylla“, vötnin allsstaðar, hin voldugu fljót sem ennþá er verið að brúa; grænar hlíðar og lítill bóndabær með rauðu þaki, einmanalegur — en hver veit hvað er „bak við fjöll og djúpa dali“: maður þekkir aðeins að þetta er íslands lag, sem við sungum um í æsku í hinu nýja landi. Hraunin vekja meðaumkvun, þau eru merki þeirra hríða sem landið hefir stunið undir er náttúran var að heyja sitt alda stríð. ^egar náttúruöflin byrja sín umbrot, er maðurinn hjálparlaus. Og þegar hríðin er liðin er landið, sem áður var grasi vaxið og blóm- um skreytt — hlaðið gráum hraunum, eins og gömul móðir sem er orðin hrukkótt og elli hrum. Svo sér maður glitta í litla bletti þar sem smáblóm eru að pota sér upp. Já, þau eru lýti, þessi ör sem landið ber á brjósti sér, en fólkið sem elskar land sitt tekur varla eftir þeim; þeir eru uppteknir við starfið sem liggur fyrir: að „efna þess hag“. Eitt aðal lundareinkenni Islendinga er þeirra sterka ættjarðar- ást, sem lýsir sér í kvæðum og söngvum þjóðarinnar. Ekki eru þeir neitt að troða henni ofan í þá gesti sem heimsækja þá, heldur er það eins og þegar gestur kemur á heimili og allir leggjast á eitt að t>ýna honum það sem fallegast og virðulegast er af því sem heim- ilið á til. Tignarleg náttúra, fríð og tilbreytileg, og alla hina sögu- ríku staði sem þjóðin hefir verndað og varðveitt gegnum aldirnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.