Árdís - 01.01.1950, Síða 12

Árdís - 01.01.1950, Síða 12
10 ÁRDÍ S stað fyrir flugvöll vegna útsýnis og víðsýni sem gaf tækifæri til varnar ef árás yrði gerð. En ísland tjaldar sinni fegurstu skrúð þegar þú heimsækir Gullfoss og Geysir, Þingvöll og Almannagjá og Lögberg, og stað- næmist við Oxarár foss, þá komu í huga minn kvæðin sem ég hafði heyrt ung um stofnun Alþingis á þessum söguríka stað. Á Þingvöllum eru líka sumarheimili Reykvíkinga og þangað keyra menn til að lyfta sér upp, því það er aðeins klukkustunda keyrsla frá Reykjavík — álíka og frá Winnipeg til Húsavík, þar sem sumar- búðir Bandalags lúterskra kvenna eru. Þar er ágætur gististaður, Hótel Valhöll, og hvert sem maður keyrir er útsýnið dýrðlegt, sumstaðar hrikalegt — en alstaðar tignarlegt. Hotelið og sumar- heimilin eru byggð í kringum hið rólega, tæra Þingvalla vatn. Á Þingvöllum eru leiði tveggja stórskálda íslands: Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar. Þeir hvíla þar undir stein töflum. Ég var þrisvar á Þingvöllum, og í hvert skifti var mér boðið nýtt útsýni. Það má keyra þar endalaust margar klukkustundir, og sjá altaf nýja og tilbreytilega náttúru. Þegar ég klifraði upp á Lögberg og stóð þar og leit yfir landið „fagurt og frítt og fann- hvítir jöklanna tindar“, hugsaði ég ósjálfrátt um landnemana í Nýja íslandi, sem undir eins skipulögðu sín sveitarlög og reglur í byrjun. Ég hafði ánægju af því að skoða ýmsar byggingar í Reykjavík sem eru með nýjasta sniði: Háskólinn, Sjómannaskólinn, Þjóðminja- safnið og Þjóðleikhúsið sem var opnað á sumardaginn fyrsta. Allar þessar byggingar eru það sem við köllum „ultra modern“. Ég var boðin á móttöku að Bessastöðum, heimili forseta íslands. Við skoðuðum heimilið og eftir að veitingar voru fram bornar — hina gömlu Bessastaða kirkju og kirkjugarðinn þar sem eru mörg gömul leiði, meðal annars Gríms Thomsen skálds. Ég eyddi degi til að skoða Reykjalund, sem er nálægt Reykja- vík, og er fyrirtæki til hjálpar berklasjúklingum sem leyft hefir verið að yfirgefa heilsuhæli. Það heitir „Vinnuheimilið að Reykja- lundi“, og er vistmönnum leyfð takmörkuð vinna svo þeir geti verið sjálfstæðir. Til frekari upplýsinga vil ég benda á grein er ég skrifaði fyrir blaðið Icelandic Canadian í haust. Rétt áður en ég lagði af stað heimleiðis var mér boðið á sýningu sem haldin var af Júlíönu Sveinsdóttur, málara. Er hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.