Árdís - 01.01.1950, Side 13

Árdís - 01.01.1950, Side 13
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 11 fræg fyrir sín málverk, en þar að auki er hún útlærð í alskonar vefnaði, og þessi sýning var af hvorutveggja. í öðrum salnum voru sýnd málverk Frk. Júlíönu, en í hinum sýnishorn af vefnaði hennar. Ég eignaðist fallegt, lítið ullarteppi (rug) sem mágkona hennar, en frænka mín— frú Soffía, dóttir séra Haraldar Nielssonar og Bergljótar fyrri konu hans — gaf mér. Mér gafst einnig tækifæri að skoða safn Einars Jónssonar, sem olli mikilli hrifning, sérstaklega ein mynd sem hann nefnir „Sorgin“. Var gestkvæmt kringum kaffiborðið, og ég minntist þess að hafa verið í boði með þeim hjónum í Winnipeg þegar þau heimsóttu íslendinga þar, 1918. Okkur þótti það heiður þá að mæta þessum unga listamanni og konu hans. Rétt áður en ég bjóst 1 heimferð, kallaði Rikarður Jónsson, myndskeri mig upp og sagði að ég væri náskyld konu sinni, Maríu. Mér var boðið í kaffi og svo sýndi hann mér sitt safn, og er ég honum og konu hans þakklát fyrir þessa gestrisni og frændsemi. Sorgin hefir snert þau á ýmsa vegu, þó eru þau róleg og kærleiksrík. Þegar ég fyrst kom til Reykjavíkur mætti ég gömlum vinum, séra Friðrik Hallgrímssyni og frú Bentínu, og voru gleðilegir endurfundir eftir 25 ár. Þar gafst mér einnig tækifæri að heilsa uppá biskupin, séra Sigurgeir Sigurðsson, og að kynnast hans inndælu konu, frú Guðrúnu. Seinna var ég í boðum hjá báðum þessum hjónum og naut þeirra gestrisni. En áður en ég fór frá Reykjavík, veiktist séra Friðrik, og reyndist það hans banalega. Ég var viðstödd greftrun hans, sem var hátíðleg athöfn. Söngurinn var hrífandi, enda þar kvaddur maður sem almennt var elskaður og virtur af öllum. Mig langar til að minnast lítillega á Rauða Kross starfsemi íslands og þáttöku þess í U.N.I.C.E.F., sem er söfnunin fyrir húngruð börn í Evrópu. Það er ef til vill, lítt kunnugt, almennt, að ísland safnaði, árið 1948 meira p.c. en nokkur önnur þjóð. Systursonur mannsins míns, Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyfsali og eigandi Reykjavíkur Apotheks; er forseti Rauða Kross íslands og gaf mér heimildir um þetta stórfenglega starf. Hann hefir setið þing R.K. í ýmsum höfuðborgum og var boðin á United Nations fund í fyrra. Var hann, fyrir hönd íslands, meðtakandi þakkar bréfi frá Tryggve Lie. Ég heimsótti Elliheimilið „Grund“ í Reykjavík. Er það afar stór bygging, enda um 250 vistmenn, að meðtöldum nokkrum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.