Árdís - 01.01.1950, Side 28
26
ÁRDÍ S
Guðrún bauð mér að lítast um hvar sem mér sýndist, svo ég
fór í stóru stofuna á öðru gólfi sem er borð og setustofa í einu lagi
og rúmar um hundrað manns. Báran hefir gefið bláa stóla, í
samræmi við nafn sitt, borð og legubekki í minningu um Johannes
Jónasson sem stundaði læknisstörf á frumbýlings árunum. Á
veggnum er listaverk eftir Emil Walters.
Hér sátu nokkrar konur, sumar að prjóna aðrar að lesa, allar
svo vel búnar að ég hélt þetta væri einhver tillidagur. — Nei, þær
sögðu það væri engin hátíð, þær væru svona búnar hversdagslega.
Ég hafði orð á því við Jóhönnu hvað hárið hennar væri fallegt.
„Ekki er það mér að þakka“ segir hún „Blessuð Ólína sér um að
þvo á okkur hárið og hjálpa þeim sem ekki geta greitt sér“. „En
Pálína hefur farið í snirtistofu" segi ég „lokkarnir hennar gráu
sýna það“. „Já“, segir hún „ég fékk stúlku til að koma að gefa mér
Tony wave“ (Pálína Thorðarson, frá Upham, var áður yfirsetukona
í þessari bygð og mörgum kunn.) „Ertu að halda þér til fyrir ein-
hverjum karlinum hérna“ sagði ég. „Kann vera“, svarar hún
kankvís. „Bara að þú værir ekki altaf að flækjast hér“.
Ég spyr Þuríði hvert hún viti hver hann sé „Líklega sá sem
á nýja bílinn“, segir hún. „Allar kepptumst við að komast í framsæt-
ið, en það verður líklega hún Begga matreiðslukona, allir hafa matar
ást á henni.“ (Kristbjörg Ásmundson matreiðslukona.)
Svo berst talið að því hve gaman var á öskudaginn þegar allir
karlar voru látnir bera ösku — annan eins öskudag höfðu þær
ekki lifað síðan á íslandi — líka var minnst á hve skemtilegt hefði
verið á íllviðrisdögum í vetur að hlusta á Björn og Guðríði Thor-
finnson — þarna kom Björn með bók í hendi, honum tekst svo
snildarlega að skemta fólkinu — auk kvæða kann hann svo mörg
sönglög, hann les manna best og segir svo vel sögur að unun er
á að hlusta. —
Ég spyr eftir Bjarna og er sagt að um þetta leyti sé hann
að finna í eldhúsinu, þar sé hann að þurka diska. — Svo hitti ég
Bjarna. Hann var búinn að þurka upp. „En hvað þú ert orðin
spik feitur“ segi ég. — Samsinnir hann það og segist aldrei hafa
átt eins gott á ævi sinni.“ Nú kemur Siggi með póstinn. Honum
var gefin taska í jólagjöf til að bera póstinn í. Mér þykir vænt
um að Siggi er á Borg. Hann er uppáhald allra í byggðinni. Siggi
Johnson á engin náin skyldmenni, en prúðmenni eins og hann á
alla að. Það er tilhlakk þegar hann útbýtir póstinum á Borg.