Árdís - 01.01.1950, Síða 29

Árdís - 01.01.1950, Síða 29
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 27 Ég vitja Kristínar Halldórson, elstu konunnar á heimilinu, 96 ára. Heyrn og sjón hafa sljófgast en hugsunin er skír er fylgist með öllu sem er að gerast í heiminum. „Yiltu ekki gefa mér fallega rúmið og kommóðuna þína Kristín mín“ segi ég. „Ég dáist að þessum ljósu húsmunum, og ábreiðuna tæki ég af rúminu ef þú sætir ekki á henni og gluggatjöldin líka“ hún hló að þessu. Ég sá að alt var í því samræmi að engu mátti hnupla svo hitt nyti sín og fór því út tómhent. Ég heimsótti Guðbjörgu Snæfeld, hafði hún dottið þann dag og var í rúminu, þegar ég spurði hana því hún hefði farið að detta svaraði hún „Ég er altaf að yngjast upp, svo ég hélt ég væri svo ung að ég gæti hlaupið." Þarna var Una móðir vinar míns Victor Sturlaugsonar, hefur hún ekki grátt hár á höfði sem mun stafa af því hve góð hún er. Hún er að tala við þýzku og frönsku konurnar sem eru nýkomnar. Þær eru að tala um blinda manninn sem misti móður sína í brunanum í Walhalla og fær nú skjól á Borg. — Aðalheiður er að lesa. Snirtileg er hún eins og þegar ég sá hana fyrst. Ég klifra uppá þriðja gólf í sauma herbergið — tveir stórir gluggar til norðurs og vesturs gefa gott útsýni. Þarna hitti ég tvær systur séra Jóhanns Bjarnasonar — Thorbjörgu Eyjólfson og Ósk Johnson. Þar er Singer saumamaskína knúð af rafurmagni, þar eru eikar ruggustólar sem einusinni voru á sjúkrahúsi í Grafton — endurnýaðir sem væru þeir rétt komnir úr versluninni. Á sama gólfi er bókahlaðan þar eru gluggar í suður og austur sem gefa útsýni um alla bygðina. Þar hitti ég Jón Bjarnason sem er bókavörður og krónprins Borgarbúa. Þar er mikið af ágætum bókum enskum og íslenzkum og Jón segir að meira muni koma. „Báran sér um það“ segir hann „Það er margt sem berst með Bárunni“ — allar bækurnar hefir Jón skrásett. Nú á ég eftir að hitta Mrs. Holm í þvottaherberginu á neðsta gólfi. „Hér er ekki vatns-skol á gólfinu“ segi ég „nei“ segir hún „ekki með þessum vélum.“ Svo sýnir hún mér hvernig þær gleypa í sig þvottinn og spýta honum svo út hreinum og næstum þurrum. Þá tekur Mrs. Holm stóra straujárnið og gerir meistaraverk á hverri flík, — þetta er sýnishorn af því hvernig daglega vinnan gengur. Þó allir dagar séu góðir á Borg er þó sunnudagurinn bestur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.