Árdís - 01.01.1950, Page 30

Árdís - 01.01.1950, Page 30
28 ÁRDÍ S Einn sunnudagur í mánuði ber af öðrum því þá er haldið upp á afmæli þeirra sem afmæli eiga í þeim mánuði af félagi sem nefnist „Pioneer’s Daughters.“ — Eftir morgunmat býr fólk sig til messunnar. Svo kemur blessaður presturinn séra Egill Fáfnis. Hann kemur líka oft á vikudögum og með honum er ætíð hans vinsæla og góða kona og yndæla tengdamóðir hans Guðbjörg Freeman, sem vill gleðja alla sem bágt eiga. Engin túlkar betur tilfinningar gamla fólksins en presturinn okkar; einusinni talaði hann um „andlitin“ og lýsti því hvernig æskusvipurinn hverfi en önnur fegurð komi í staðinn, tign, tign og fegurð í svip þeirra sem lifðu vel. „Því“ sagði hann „í sál þinni er meistarinn sem myndina heggur í andlit þér.“ Þeir sem ekki heyra vel koma til messunnar til að sjá presthjónin og svo sýngur presturinn undur vel og konan hans spilar undir. Eftir miðdaginn þann dag herja dætur frumherjanna á borgina. Þær koma hlaðnar vistum — meðal annars hafa þær afmæliskökur og annað góðgæti. Flest afmælisbörnin hafa gesti þann dag, borðin eru skreytt og hlaðin. Séra Egill talar til afmælisbarnanna. Fólk skemtir sér með samtali og dáist að afmælisgjöfunum. Svo byrjar presturinn að syngja og allir sem geta taka undir með honum. Svo fara gestir heim og þreyttu en glöðu Borgar-börnin hvíla sig. Við í Dakota erum öll stolt af Borg. Áður vildu allir vera ungir, nú vilja allir verða nógu gamlir til að komast á Borg. Þar er svo heimilislegt, er það mikið að þakka forstöðukonunni, Guðrúnu Olgeirson, og öðru starfsfólki heimilisins þar eru nú 23 íbúar. — Guðrún vill ekki tileinka sér heiðurinn af því hvað vel gengur. „Bæði félög og einstaklingar hafa sínt frábæra hjálp- semi og gefið gjafir sem hvorki verða taldar né fullþakkaðar.“ Þeir sem unnið hafa í nefndinni eru: Forsetinn Freeman Einarson; Alvin Melsted, Gardar; Victor Sturlaugsson, Langdon; Einar Einarson, Hallson; Joe Peterson, Cavalier; G. J. Jónasson, Eyford; Alli Magnússon, Milton; og séra Egill Fáfnis. Hafa þeir allir lagt fram tíma og krafta í þarfir heimilisins. Þessi Borg byrgir í skjóli sínu þá sem lasleiki og elli lamar. Hún er bygð á bjargi kærleikans. Hún felur í sér það helgasta sem við eigum, í flestum herbergjum eru minningagjafir sem fylgir nafn þess sem horfin er. — Leo Tolstoy segir: „Þar sem kærleikur- inn er þar er Guð.“ Mun hann þá ekki vera á Borg og blessa þá sem þar búa og starfa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.