Árdís - 01.01.1950, Page 43
INGIBJÖRG GUÐMUNDSON
Á fremstu síðu Árdísar birtist kvæði eftir íslenzka konu, sem
um langt skeið hefur dvalið fjarri íslendingum að hennar nánustu
ástvinum undanteknum, fjarri þeim eftir því er landafræðin sýnir
en hún hefur verið svo undur
nálægt þeim í anda. Heimili
hennar hefur í mörg ár verið á
vesturströnd Bandaríkjanna á
ýmsum stöðum og nú síðast í
nokkur ár í Tuyunga, California.
Hún gerði það fyrir beiðni mína
að lofa mér að birta mynd af
sér í Árdísi.
Ingibjörg Jónsdóttir Guð-
mundson er stórgáfuð merkis-
kona. Hún var fædd 21. júlí 1875
í Gaulverjabæ í Árnessýslu á ís-
landi. Foreldrar hennar voru
Jón Hannesson og Elín Pálsdótt-
ir (dóttir séra Páls Ingimundar-
sonar er þar var prestur í 40 ár).
Hún er gift Bjarna Guðmunds-
syni trésmið. Börn þeirra tíu að
tölu lifa öll nema einn sonur, er
dó 23ja ára að aldri. Er sá stóri
og mannvænlegi barnahópur
dreifður meðal annara þjóða fólks í ýmsum stöðum Bandaríkjanna.
Því miður brestur mig þekkingu til að skrifa um þessa konu
eins og við ætti; enda gat hún þess í bréfi að hún vildi helzt aðeins
að myndin og kvæðið yrði birt. Fundum okkar hefir aldrei borið
saman en í nokkur ár höfum við haft bréfaskifti. Dáist ég í fjar-
lægðinni að þeirri sál sem ég hef kynst í gegnum þau skrif. Dáist
að þeirri innilegu trú á handleiðslu guðs sem þar á heima, dáist að
þeirri ást sem þar býr til alls sem íslenzkt er og þeirri þrá að geta
í fjarlægðinni orðið íslenzkum kirkjulegum félagsskap að liði.
Ingibjörg Guðmundson, hefur fylgst með í fjarlægðinni, öllu
starfi Bandalags Lúterskra Kvenna. Hún hefir verið hrifin af hug-
Ingibjörg Guðmundson