Árdís - 01.01.1950, Síða 46
44
ÁRDÍS
töku kirkjuþingsins í Argyle, sem var eitt hið fjölmennasta þing,
er Kirkjufélagið hefir háð, og þótti sú móttaka fara Argyle byggð
svo vel úr hendi að orð var á haft. Frú Bentína vildi jafnan leysa
verkefnin af hendi eins virðulega og myndarlega og kostur var á.
Ég minnist þess, hve hún sómdi sér vel við hlið síns mikla á-
gætismanns í kirkjunni; hve handtak þeirra beggja var hlýtt og
brosið innilegt þegar þau heilsuðu sóknarbörnum sínum, og hve
þau fögnuðu innilega gestum, sem til kirkjunnar komu. Já, ég
minntist þessa, þegar ég sá hana ganga eina upp að prédikunar-
stólnum í kirkjunni í Glenboro fyrir nokkrum vikum síðan. Hún
hafði blóm í fanginu frá hinum gömlu vinum sínum, sem safnast
höfðu saman til að fagna henni. „Þetta hljóta að vera þung spor
fyrir hana“, hugsaði ég. „Mun þetta ekki buga þessa tilfinninga-
næmu konu?“ — Hún sneri sér að okkur og leit yfir hópinn, og
hún viknaði, — en svo lagði hún hendina á stólinn, þar sem maður
hennar hafði staðið svo oft og flutt fögur huggunar- og blessunar-
orð. Hún rétti úr sér: „Ég er hér aðeins hálf, vinir mínir, eins og
þið vitið, en samt fagna ég því, að eiga þess kost, að hitta ykkur
aftur og finna sömu tryggðina og ástúðina í minn og okkar garð
eins og fyrr“. — Þarna stóð hún, þrekmikil og tíguleg kona, og
talaði við okkur, gömlu vinina sína, blaðalaust, í hálftíma. Aldrei
hefi ég dáðst að henni eins og þá“.
------☆------
Bentína Björnsdóttir giftist séra Friðrik Hallgrímssyni Sveins-
sonar biskups árið 1900 og fluttist með honum það sama ár til
Útskálaprestakalls; þar fæddust elztu dætur þeirra, frú Ellen Marie
Hallgrímsson og frú Þóra Sólrún Fawdry. Árið 1903 fékk séra Frið-
rik köllun frá söfnuðunum í Argyle. Þar dvöldu þau 22 ár og þar
fæddust yngri börn þeirra: Hallgrímur Friðrik Hallgrímsson, frú
Guðrún Ágústa Dewar-Brown og frú Esther Bentína Jackson.
Þau hjón urðu frábærlega vinsæl og þótti Argyle-búum mikið
fyrir því þegar þeir urðu að sjá á bak þeim, en séra Friðrik var
kjörinn prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík og tók við því em-
bætti árið 1925. Þar starfaði hann það sem eftir var æfinnar við
mikinn orðstýr.
Heimili þeirra þar, sem annarsstaðar, var rómað fyrir risnu og
myndarskap, og þótti Vestur-íslendingum, sem voru á ferð á ís-
landi, sérstaklega gott að koma þangað. Þeim var jafnan fagnað
þar af mikilli ástúð, því aldrei brást tryggð þessara mætu hjóna