Árdís - 01.01.1950, Page 47

Árdís - 01.01.1950, Page 47
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 45 til Vestur-íslendinga. Þau styrktu vinarböndin milli íslendinga austan hafs og vestan. Og ýmislegt, sem þau höfðu vanist hér vestra og sem þeim þótti fagurt, innleiddu þau á íslandi. Til dæmis, sagði mér önnur vinkona frú Bentínu, er heimsótti ísland síðastliðið ár, að þegar þau Hallgrímsson hjónin komu heim til íslands, þá hefði bletturinn í kringum Dómkirkjuna verið órækt- aður. Frú Bentína beitti sér þá fyrir því, að konur safnaðarins tækju höndum saman um það, að rækta blóm undir veggjum kirkjunnar og varð sú viðleitni öðrum til góðs eftirdæmis. Henni var ennfremur skýrt frá því, að frú Bentína hefði verið frumkvöðullinn að því, að byrjað var að halda upp á „Mæðradag“ á íslandi, en þó á nokkuð annan hátt en hér er gert. Eflt er til úti- skemtunar fyrir mæður á Þingvöllum. Merki eru seld á götunum og arðinum varið til að senda sem flestar mæður á skemtunina. Aldrei er eins mikið um blómakaup eins og þann dag. Þannig hefir fegurðarást frú Bentínu veitt fegurð inn í líf annara. Hinn göfugi og vinsæli kennimaður, séra Friðrik Hallgrímsson, dómprófastur, lézt síðastliðið haust. Frú Bentína fór þá til Toronto og dvaldi hjá dóttur sinni, frú Þóru Fawdry, í vetur, en kom hingað í lok aprílmánaðar, ásamt dóttur sinni, til að heimsækja hina mörgu vini þeirra mæðgna, áður en hún færi heim til íslands. Var komu þeirra mikið fagnað, en vegna óhagstæðs veðurfars og flóðsins mikla í Manitoba, hurfu þær héðan fyrr en búist var við og þótti mörgum fyrir því. En þökk fyrir þessa stuttu heimsókn, frú Bentína; það fennir seint í sporin þín í Argyle og í öðrum byggðum vestan hafs, þar sem þú og þinn göfugi maður áttuð ferð um. Guð og gæfan fylgi þér og blessi þig fram á brautarenda. Ingibjörg Jónsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.