Árdís - 01.01.1950, Blaðsíða 47
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
45
til Vestur-íslendinga. Þau styrktu vinarböndin milli íslendinga
austan hafs og vestan. Og ýmislegt, sem þau höfðu vanist hér
vestra og sem þeim þótti fagurt, innleiddu þau á íslandi.
Til dæmis, sagði mér önnur vinkona frú Bentínu, er heimsótti
ísland síðastliðið ár, að þegar þau Hallgrímsson hjónin komu heim
til íslands, þá hefði bletturinn í kringum Dómkirkjuna verið órækt-
aður. Frú Bentína beitti sér þá fyrir því, að konur safnaðarins tækju
höndum saman um það, að rækta blóm undir veggjum kirkjunnar
og varð sú viðleitni öðrum til góðs eftirdæmis.
Henni var ennfremur skýrt frá því, að frú Bentína hefði verið
frumkvöðullinn að því, að byrjað var að halda upp á „Mæðradag“
á íslandi, en þó á nokkuð annan hátt en hér er gert. Eflt er til úti-
skemtunar fyrir mæður á Þingvöllum. Merki eru seld á götunum
og arðinum varið til að senda sem flestar mæður á skemtunina.
Aldrei er eins mikið um blómakaup eins og þann dag. Þannig hefir
fegurðarást frú Bentínu veitt fegurð inn í líf annara.
Hinn göfugi og vinsæli kennimaður, séra Friðrik Hallgrímsson,
dómprófastur, lézt síðastliðið haust. Frú Bentína fór þá til Toronto
og dvaldi hjá dóttur sinni, frú Þóru Fawdry, í vetur, en kom hingað
í lok aprílmánaðar, ásamt dóttur sinni, til að heimsækja hina mörgu
vini þeirra mæðgna, áður en hún færi heim til íslands. Var komu
þeirra mikið fagnað, en vegna óhagstæðs veðurfars og flóðsins
mikla í Manitoba, hurfu þær héðan fyrr en búist var við og þótti
mörgum fyrir því. En þökk fyrir þessa stuttu heimsókn, frú Bentína;
það fennir seint í sporin þín í Argyle og í öðrum byggðum vestan
hafs, þar sem þú og þinn göfugi maður áttuð ferð um. Guð og
gæfan fylgi þér og blessi þig fram á brautarenda.
Ingibjörg Jónsson