Árdís - 01.01.1950, Side 50
Kallaðar heim
INGIBJÖRG GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
MAGNÚSSON
Hún var talin fædd að Sneis í Laxárdal, Húnavatnssýslu, 19.
desember 1853. Til Canada kom hún árið 1886 með fyrra manni
sínum, Birni Sigvaldasyni, en hann var af hinni alkunnu og marg-
mennu ætt Snæbjarnar prests
Halldórssonar sem lengi þjónaði
í Grímstungu í Vatnsdal. Björn
lézt 1898. Fimm árum síðar gift-
ist hún Bjarna Magnússyni, ætt-
uðum úr Borgarfirði syðra.
Áttu þau samvistir unz hann dó,
árið 1929. í æviminningu Bjarna
heitins, segir svo í Lögbergi, 11.
júlí það ár: „Heimilislíf þeirra
hjóna, Bjarna og Guðrúnar konu
hans var hið farsælasta. Hún
góð kona, ágætlega verki farin,
frábærlega þrifin og snyrtileg í
allri umgengni. Fyrir mörgum
árum reistu þau fallegt og
myndarlegt íbúðarhús að 683
Beverley St. Bjuggu þau þar
stöðugt þar til nú að dauðinn
skildi þau“. Guðrún heitin bjó
þar áfram til dauðadags, 5. sept.
1949; hafði hún þá lifað 95 ár, 8 mánuði og 18 daga, en átt heima í
Winnipeg í full 63 ár.
Guðrún var um margt merk kona. Trúmennska og trygglyndi
voru mjög glöggir þættir í skapgerð hennar. Kom hið fyrra í ljós
í starfi hennar í þágu kirkju hennar og kristindómsmála yfirleitt,
en þeim unni hún af heilum hug. Sem vott um trygglyndi hennar
má geta þess að á unga aldri réðist hún í vist til merkishjónanna
a y't ^'****5|[
3 * t í.
m
Ingibjörg Magnússon