Árdís - 01.01.1950, Side 53
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
51
Mánudaginn 24. janúar 1949 andaðist í bænum Marshall í Min-
nesota merkiskonan María G. Árnason. Fyr á árum birtust ljóð
eftir Maríu af og til í Sameiningunni og Lögbergi. Munu því eldri
lesendur þeirra blaða kannast við
nafn hennar.
María G. Árnason
María Guðrún Árnason var
fædd að Byrgi í Kelduhverfi í
Norður-Þingeyjarsýslu, f y r s t a
dag júlímánaðar árið 1862. Hafði
hún því sex um áttrætt og hálfu
ári betur þegar hún lézt. For-
eldrar hennar voru hjónin Odd-
ur Þórðarson og Guðrún Snorra-
dóttir. Ætt hennar get ég ekki
rakið lengra; en María sagði mér
einu sinni, að skáldið Jón Þor-
láksson á Bægisá hefði verið
langafi sinn. Bræður hennar þrír
urðu nafnkunnir menn, Þor-
steinn Oddson fasteignasali í
Winnipeg, Gunnlaugur trésmiður
í Selkirk, og Snorri, sem lengi
bjó, að mér er sagt, að Geitafelli
norður í Aðaldal, og kom aldrei
vestur um haf. Þeir bræður eru
nú allir dánir.
Bærinn Byrgi mun draga nafn af hraungirðingunni víðfrægu,
Ásbyrgi, sem mér er sagt að sé á þeirri jörð. Ekki náði María vaxtar-
árum í því útsýni, því að foreldrar hennar fluttu þaðan þegar hún
var á fyrsta árinu og bjuggu síðan að Langavatni í Reykjahverfi.
Þar ólst María upp.
Presturinn sem fermdi Maríu, var séra Benedikt Kristjánsson
á Grenjaðarstað. Var hún í uppvextinum af og til á heimili prests
og lærði þar almenn fræði og hannyrðir. Hún var gefin fyrir bók-
nám; las mikið alla æfi, og komst yfir eigulegan bókaforða. Gat
þar að líta ritverk á fimm tungumálum, norsku, dönsku og
sænsku, auk enskunnar og móðurmálsins.
María giftist árið 1890 Ingjaldi Árnasyni, Jónssonar, frá Skörð-