Árdís - 01.01.1950, Síða 64
62
Á R D í S
ELÍZABET HALLGRÍMSSON
Elízabet Hallgrímsson var fædd að Eyrarlandi í Eyjafirði, 28.
maí, 1877. Hún fluttist til þessa lands árið 1889, tólf ára gömul, með
foreldrum sínum, Hallgrími Helgasyni og Kristbjörgu Árnadóttur,
og settist fjölskyldan að nálægt
Garðar, N. Dakota.
Á landnámsárum áttu marg-
ir erfitt með að koma upp heim-
ili og afla lífsviðurværis fyrir sig
og sína. Eldri börnin voru þá lát-
in fara að vinna strax og nokk-
urt lið var að þeim, og fóru því
mörg þeirra alveg á mis við alla
skólamentun. Af þessum ástæð-
um fór Elízabet aldrei á skóla,
en snemma hefir hún víst sýnt
dugnað og myndarskap, því
seytján ára gömul gjörðist hún
ráðskona hjá ekkjumanni, Þor-
steini Hallgrímssyni. Nokkru
seinna, árið 1894, giftist hún Þor-
steini.
Eftir nokkurra ára búskap
að Garðar, fluttu þau árið 1900
til Nýja-íslands og námu land
við Framnes. Þar bjuggu þau í
nítján ár, en fluttu þá vestur til Argylebygðar og settust fyrst að
nálægt Brú í austurparti bygðarinnar, en færðu sig eftir fá ár í
vestur-bygðina þar sem þau áttu heimili til æfiloka.
Heimili þeirra Þorsteins og Elízabetar var jafnan bjart og
vingjarnlegt. Húsmóðurinni var mjög vel sýnt um að gjöra húsið
vistlegt og heimilislegt, þó efni væru sjaldan mikil fyrir hendi. Hún
hafði næman fegurðarsmekk, var nýtin, vandvirk og hirðusöm,
sparsöm og iðjusöm alla daga. Þó hún væri ekki skólagengin hafði
hún mentast af lestri góðra bóka og hafði mikla ánægju af lestri,
hvort heldur voru fræðibækur eða skáldskapur. Á yngri árum
sínum tóku þau hjónin mikinn og góðan þátt í kirkjulegum félags-
Elízabei Hallqrímsson