Árdís - 01.01.1950, Qupperneq 68
66
ÁRDÍ S
GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR PAULSON
Hún var fædd 17. september 1867 á Skeggjastöðum í Jökuldal
í Norður-Múlasýslu, dóttir hjónanna Jóns Magnússonar og Stefaníu
Jónsdóttur, er þar bjuggu þá. Rúmlega 9 ára gömul fluttist hún með
foreldrum sínum vestur um haf,
í „stóra hópnum“ svo nefnda;
settist fjölskyldan að í Argyle
byggð, og þar mun Guðný hafa
alist upp að nokkru leyti. Hún
var ein með allra fyrstu inn-
flytjendum hingað af íslandi
sem ruddi sér braut til mennta
og gaf sig að kennslustörfum.
Kendi hún á ýmsum stöðum,
svo sem Churchbridge, Mikley
og Hnausa. Árið 1892 (9. nóv.)
giftist hún Magnúsi Paulson, í
Winnipeg, og var heimili þeirra
lengst að 784 Beverley St. þar
í borg. Magnús lézt í marz mán-
uði árið 1923, en Guðný 17. júlí
1950. Fór jarðarför hennar fram
frá Fyrstu lútersku kirkju á
fimtudaginn 20. júlí að við-
stöddu fjölmenni. Hér fylgir
meginmál erindis þess sem sóknarpresturinn, séra Valdimar J. Ey-
lands, flutti við það tækifæri:
Eins og kunnugt er, átti ég ekki kost á að kynnast Guðnýu
heitinni fyrr en á þessum síðasta áratugi ævi hennar þegar hún
var búin að lifa fulla þrjá aldarfjórðunga, og átti að sjálfsögðu
allan blóma, og mestan starfstíma ævinnar að baki sér. Þó varð
mér strax ljóst að hér fór óvenjulega fjölhæf og vel gáfuð kona,
með mjög sterkan persónuleika, og nokkuð sérstæða skapgerð.
Munu því allir sem til þekkja telja það sannmæli sem stendur í
fyrirsögn yfir andlátsfregn hennar í nýprentuðu „Lögbergi" (20.
júlí 1950) „Merk kona láiin". Hún var merk kona sakir eiginleika
sinna, og afreka á heimili sínu og í þessum söfnuði. Samtíðarmaður