Árdís - 01.01.1951, Page 15

Árdís - 01.01.1951, Page 15
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 13 er enn ekki algjörlega unnin. Okkar yfirstandandi tímar eiga einn- ig kvennhetjur, ég vil aðeins minnast á eina með nafni Eleanor Roosevelt, er svo trúlega hefir barist fyrir mannréttindum og betra samkomulagi milli þjóðanna. En svo eigum við einnig ótelj- andi aðrar kvenhetjur, eins og heimurinn hefir ætíð átt; hetjur sem lítið ber á en sem vinna í kyrþey í þunga og hita dagsins, og sem svo oft koma svo afarmiklu góðu til leiðar. Kristna kirkjan og kenningar hennar eru hin eina von heims- ins, og konurnar eru hinar traustustu máttarstoðir kirkjunnar. Og verkefnið er enn mikið, og verkið varla hálfgert. Heimurinn er enn fullur af úlfúð og grimd. Víkings-eðlið er enn eigi útdautt. Kain myrðir enn Abel, og blóð bróður hans hrópar til Guðs af jörðunni. Kain kallar enn um öxl sér um leið og hann flýr rödd sinn- ar eigin samvizku: „Á ég að gæta bróður míns?“ og eldur hatursins logar upp úr hverju spori er hann tekur. Hin stærsta þörf heimsins nú er friður, og friður finnst aldrei þar sem ekki er kærleikur. Eitt skáldið okkar segir: „Trúðu á tvent í heimi, Tign sem æðsta ber, Guð í alheims-geimi, Guð í sjálfum þér‘.‘ Ef vér trúum á Guð í sjálfum okkur, hljótum vér einnig að trúa á Guð í náunga vorum. Þess vegna hlýtur að vera eitthvað guðdómlegt í fari hans ef vér aðeins tökum tíma til að leita eftir því. Allir eru mennirnir að leita að fullkomnun; íslendingar eins vel og Kínverjar, Rússar ekki síður en Englendingar, bæði Japamr og Ameríkumenn. Engin ein þjóð er alfullkomin en hver þjóð hefir eitthvað til síns ágætis, ef þær aðeins vildu kannast við hið góða hver hjá annari. Ef svo gæti orðið væri fyrst von um frið. En einhver ókunn öfl virðast 'vinna á móti íriðar-hugmyndinni, og ófrægja hana sem mest má verða. Á liðnum öldum höfum við haft píslarvotta ýmsra hreyfinga, en nú höfum við píslarvotta friðarins. Tveir af hinum mest friðelskandi mönnum nútímans, Ghandi og Count Berna- dotte létu lífið fyrir skoðanir sínar; og ýmsir aðrir málsmetandi menn er unna friði eru lítilsvirtir og hafðir að athlægi, fyrir til- raunir sínar í þá átt. Er því nokkuð annað göfugra verk er bíður konunnar nú, en að vinna að íriði; að vinna að því að uppræta víkings-eðlið er enn er við líði; að hlúa að þeirri hugsjón að allir menn eru jafnir fyrir augliti Guðs hver svo sem er litur þeirra eða trúar-játning; að auka umburðarlyndi milli þjóðanna, og kannast við það sem miður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.