Árdís - 01.01.1951, Síða 24
22
ÁRDÍS
are building on a solid foundation—that we are weaving an enduring
pattern. We are assured that what is worthy in our work, and that
of our children, will be preserved; thus making more beautiful and
more pleasing to God, that intricate pattern of Canadian life.
Úr skýrslu Ársritsins „Árdís"
Flutt á Kvennaþingi Bandalags LútersJcra Kvenna að Lundar, Man., sept. 1950
Ég var að líta yfir gömul hefti af Ársritinu „Árdís“ nýlega og
kom meðal annars niður á Ársskýrslu Bandalags Lúterskra Kvenna
frá árinu 1938, samda af þáverandi forseta Bandalagsins, Mrs.
Ingibjörgu J. Ólafsson. Ég dáðist að þessari skýrslu eins og má
gjöra að öllum skýrslum Bandalagsins.
Ef maður tekur tíma til að líta til baka og yfirvega hversu
mikið hefir verið starfað og afkastað frá byrjun, er það aðdáanlegt.
Það sem Mrs. Ólafsson minnist á Árdís í þessari áminstu
skýrslu vil ég birta hér:
„Ársrit okkar hefir heppnast betur en nokkur okkar þorði að
gera sér vonir um. Það var á þingi í Langruth fyrir sjö árum að sú
ákvörðun var tekin að gefa út ársrit. Man ég eftir að þegar ég frétti
um það óttaðist ég að það yrði okkur ofurefli. Guðs blessun hefir
hvílt yfir því. Ég hygg að þeir sem ritið hafa lesið, hafi haft heldur
gott af þeim lestri. Kaupendum þess fjölgar með hverju ári. Við
sem unnið höfum að útgáfu þess höfum verið með einum iiug og
hefir öll samvinna verið hin ákjósanlegasta. Konur út um bygðir
hafa sýnt áhuga við útbreiðslu þess“.
Eftir að hafa lesið þetta flaug í huga minn: „Hvernig standa
sakir nú? Hefir Ritinu farið fram eða aftur síðan þetta var ritað
fyrir 12 árum síðan?
Eftir ofurlitla yfirvegun þessu viðkomandi, er álit mitt að þessi
orð eigi eins vel við í dag eins og þá.
Áreiðanlegt er, að Guðs blessun hefir hvílt yfir þessu litla Riti.
Margt fróðlegt og skemmtilegt hefir það haft inni að halda frá
byrjun. Persónulega og bréflega verðum við varar við að það
á marga vini sem lýsa yfir ánægju sinni og gagni af lestri þess.
Þær konur er annast um ritstjórn þess, og þær sem í það rita, gjöra
það þannig úr garði. Kaupendum fjölgar árlega. Samvinnan ákjós-
anleg og að öllu leyti án endurgjalds. Konur út um bygðir sýna