Árdís - 01.01.1951, Blaðsíða 28

Árdís - 01.01.1951, Blaðsíða 28
26 ÁRDÍS Við birtu frá hækkandi sól birtir aftur í sálum okkar. Viðhorf okkar til lífsins breytist. Kvíðinn hverfur og það sem áður virtist ómögulegt er nú vel fært. Við sjáum snjóinn bráðna. Sjáum ár og vötn slíta af sér bönd vetrarins. Sjáum skóginn laufgast og blómin springa út. Heyrum fuglana kvaka um dýrð náttúrunnar. Ósjálfrátt snerta þessi ein- kenni vorsins og lífsins viðkvæma strengi í okkur sjálfum. Ylurinn, ljósið og fegurðin í náttúrunni samhljómar lífinu í okkur sjálfum, snertir göfugustu strengi sálarinnar og við förum að hugsa hærra. Hugsa um það fagra og góða í lífinu. Við dáumst að mikilleik og dásemd náttúrunnar og lútum hin- um „Mikla eilífa anda sem í öllu og alstaðar býr“. Við finnum að vorið er dagur lífsins. Ylmurinn kemur í stað kuldans, ljósið í stað myrkursins, dauðinn breytist í líf og við gleðjumst og fáum nýja von og nýja trú. Aldrei höfum við þarfnast meira nýja von og trú en einmitt nú þegar við horfumst í augu við þann veruleika að ennþá geti farið svo að allur heimurinn fari í stríð. Aldir hafa liðið og ár eftir ár hafa verið haldin heilög jól. Gleðiboðskapurinn um „Frið á jörð og velþóknun yfir mönnunum“ hefir verið sunginn öld eftir öld. Öld eftir öld og ár eftir ár hefir vorið komið til okkar mann- anna með sína birtu og yl, sína hvöt til að fegra og betra lífið, en cnnþá virðist veturinn hafa yfirhöndina. Ennþá er hatur, valda- fýkn, öfund og grimd meira áberandi í heiminum en friður og kærleikur. Ennþá eru meira metin þessa heims gæði, og aldrei ætlar okkur að lærast að þau eru einskis virði ef ekki ríkir friður og eining meðal okkar. Megi jólaljósið altaf skína í hjörtum okkar og í hjörtum þeirra sem leiða eiga heiminn á þessum dimmu dögum. Megi máttur vorsins megna að bræða ísinn úr hjörtum mann- anna svo þeir geti lifað saman sem bræður og systur. Megi Bandalag Lúterskra Kvenna vera fremst í flokki þeirra sem vilja stuðla að eflingu friðar og bræðralags okkar á meðal. Kærleikans andi hér kom með þinn sólaryl blíða Kveik þú upp eld þann er hjartnanna frost megi þíða Breið yfir byggð Bræðralag, vinskap og tryggð Lát það vorn lífsferil þýða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.