Árdís - 01.01.1951, Side 31

Árdís - 01.01.1951, Side 31
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 29 ekkert að hafa fyrir þeim sjálfir. Þetta er algengur siður, þó að þar séu að vísu undantekningar. En gamli siðurinn virðist mér vera heilbrigðari. Ég man ekki til að við unglingarnir sem vorum á skóla hafi haft nema örlítið af peningum nema fyrir mjög brýnar nauð- synjar. Ég man eftir að hafa geymt $1.05 í klútshorni í langan tíma í von um að geta keypt mér fargjald til Reaburn ef svo skyldi verða að eg fengi tækifæri að ná í ferð á sleða og hestum hingað heim í jclafríinu. Reaburn var þá næsta járnbrautarstöð, og var og er 46 mílur héðan. Og ég man líka að mér heppnaðist þetta fyrirtæki í það sinn. Eitt af því sem ég vil nú minnast á er, að þegar byggðin íór að blómgast fór fólkið að hugsa til félagslífs og var þá lagt út í það að byggja félagshús. En þá var aðferðin sú, að byggðarmenn komu sér saman um að leggja til það sem til þurfti ókeypis. Margir lögðu til dagsverk, sumir logga og önnur efni, og einhver lagði til landsspildu undir húsið. Svo var húsið byggt, og hvítþvegið og var nefnt félagshús. Þá var engin skuld. Það var ekki eins og þegar stjórnarbyggingin hér í Manitoba var byggð á peningum lánuðum með rentum og rentu-rentum. Hún kostaði 9 miljónir, og eftir 22 ár var búið að borga 9 miljónir, og samt var skuldin 9 miljónir! Stjórnarformenn hefðu átt að leita ráða til Álftavatnsbyggðarmanna! Félagshúsið varð nú að góðum notum fyrir byggðina. Á sunnu- dögum var þar hafður húslestur. Um prest var ekki að tala á þeim dögum, en byggðarmenn létu ekki hugfallast, og ráðstöfuðu sinni eigin guðsþjónustu. Jón heitinn Sigurðsson frá Geysi var sá sem oftast las upp úr lestrarbókinni. Sálmar voru sungnir hljóðfæris- laust. Svo að endingu gengu allir l'ram salinn og þökkuðu Jóni Sig- urðssyni fyrir lesturinn. Alt þetta var einnig alveg ókeypis því þá voru ekki einu sinni samskot tekin. Fólkið hafði líka mikla skemtun af að koma saman í Félagshúsinu á sunnudögunum. Það var staðið við eftir guðsþjónustuna til að spjalla við kunningjana, og margt hjónaband í byggðinni hefir ugglaust haft þar sinn uppruna. Einu sinni man ég eftir því, að Félagshúsið var notað fyrir vetrarskóla. Venjuleg skólatíð var á sumrinu frá byrjun maí til októberloka. En bæði var þetta stuttur skólatími, og svo voru börnin stundum látin vera heima um mánaðartímabil tii að hjálpa við heyskapinn. Svo til að bæta úr þessu var tekið til ráðs að hafa vetrarskóla í Félagshúsinu. Mr. William Eccles var þar kenn- ari. Ef honum var nokkuð borgað fyrir það starf, var það víst gjört með mjög rýmilegu verði. Einnig var Félagshúsið notað fyrir ýmsar skemtanir, svo sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.