Árdís - 01.01.1951, Page 37

Árdís - 01.01.1951, Page 37
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 35 Hún móðir hans EFTIR MARY BRINKER POST „Þau þurfa mín ekki lengur með, Elsie finst að ég sé gamal- dags og ég veit ekki hvað Fred finst — ég er bara hin aldraða móðir hans, sem hann þarf nú að sjá um. Þau láta mig hafa nóg af öllu en þau leita aldrei ráða til mín með neitt“. Þessi orð voru töluð af Jane Chaffings við sjálfa hana, eða öliu heldur við hennar eigin hjarta, eins og hún orðaði það. Hún sagði þetta þegar hún stóð ein við hliðið á gripahaganum að kvöldi til. Kvöldgolan var svo hressandi er hún lék um hrukkótta vang- ana og ýfði gráu lokkana hennar. Það var engin nýjung að Jane segði hjarta sínu ýms leyndar- mál. Hjarta hennar tók á móti því og ljóstraði aldrei upp leyndar- málinu. í gegn um árin hafði hún haft þann sið að segja því það sem hún gat engum öðrum sagt. Hún var sterk kona, þolgóð og stolt, sízt af öllu vildi hún láta fólk vita um tilfinningar sínar. Oft datt henni í hug hvort ómögulegt væri að eitthvað það skeði, sem sannaði það að hún gæti ennþá framkvæmt eitthvað, sem sannaði það að verki hennar væri ekki lokið. Ung smávaxin kona í bláum kjól kom út úr húsinu og kall- aði: „Mamma! mamma! Er nokkuð að þér? Það er komið dögg- fall, viltu ekki koma heim“. „Hvað skyldi vera að mér“, tautaði Jane. „Döggfall! Eins og þessi indæla svalandi dögg geti gert mér nokkurt mein! Ég hef vaðið gegn um græna grasið, sem náði upp að hné, þegar það var vott af dögg, og orðið vel blaut í fæturnar og það var þvílík hressing í því. — En ég verð að fara heim svo hún sendi ekki Fred eftir mér, þá finst honum að ég sé veikluð gömul kona, sem að hann þurfi að leiða heim“. — Hún gekk í gegn um griparéttina. Sonur hennar og tengda- dóttir komu út á svalirnar, og voru að tala saman. Þau voru ein og hvert öðru nóg, í veröld út af fyrir sig. Jane talaði aftur við hjarta sitt án þess að mynda nokkur orð. „Það virðist sem ég sé ekki framar til — en mér þykir vænt um að sonur minn hefir ekki verið alinn upp eins og sumir piltar, sem altaf halda í pilsið hennar móður sinnar. — Bara ef ég gæti sýnt það að ennþá á ég eitthvað til að gefa — ég er ekki búin að vera“. Fred brosti alúðlega þegar harin sá móður sína. „Varstu að líta yfir landareigina, mamma?" Já, það er alt að verða svo þurt, það þarf enginn að hræðast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.