Árdís - 01.01.1951, Page 38

Árdís - 01.01.1951, Page 38
36 ÁRDÍS döggfallið, Elsie, það hefir ekki komið dropi úr lofti í tvo mán- uði. Ég vildi að það kæmi regn, ég hræðist þennar þurk“. Fred leit á móður sína, augu þeirra mættust, bæði skildu hættuna. — „Ég held að vindstaðan breytist, þá kemur máske regn“, — svo hélt hann áfram samtalinu við konu sína. „Eins og ég var að segja þér áðan“. — Jane gekk til svefnherbergis síns og háttaði. Hún átti oft erfitt með að sofna á kvöldin, því nú var hún aldrei líkamlega þreytt. „Ég vildi að það kæmi regn“, hugsaði hún, „ég mundi sofna af það gæti rignt“. En það kom ekkert regn þá nótt og ekki alla þá viku. — Og svo kom þessi þunga reykjarsvæla í loftið, himininn var svo undarlega þakinn móðu, hitinn varð þvingandi. Nágranni þeirra kom við og sagði að það væri skógareldur nokkrar mílur í burtu, Hann gat þess líka, að stór hópur manna úr bænum hefði verið kallaður til að hjálpa. — „Það getur farið svo, Fred, að allir bændur verði líka að fara ef þeim tekst ekki að slökkva eldinn“. Mennirnir gengu þungbúnir út og töluðu saman fyrir utan húsið. Jane stóð við gluggann, augu hennar tindruðu, hún skildi þetta alt betur en þeir. Akrarnir voru nú hvítir til uppskeru, haglendið orðið þurt og skrælnað, ef vindstaðan ekki breyttist var heimilið og alt því fylgjandi í voða. Eldurinn geysaði í fjóra daga, vindstaðan var óbreytt. Eld- urinn var nú kominn í greniskóginn og trén féllu með braki og brestum. Mennirnir voru orðnir örmagna af þreytu, þeir sendu boð að biðja alla bændur að koma og hjálpa. Fred bjó sig í snatri. „Vertu alveg áhyggjulaus um mig, Elsie“, sagði hann við konu sína. „Ég skal eklci fara mér að voða. Það er engin hætta að eldurinn komist hingað. Okkur tekst að slökkva hann — en ef svo skyldi fara þá manstu að setja hestana fyrir vagninn og keyra 1 burt — en það kemur ekki fyrir. Ég kem heim á morgun“. Konurnar tvær stóðu hlið við hlið og horfðu á eftir honum. Svo mættust augu þeirra. Elsie grét sárt. „Ó, móðir mín!“ „Ekki að gráta, það kemur ekkert fyrir hann — nú skulum við búa okkur til gott kaffi og fara svo að mjólka kýrnar, við höf- um verk fyrir hendi“. — Þær fóru út og mjólkuðu kýrnar. Það tók þær nokkuð lengi — svo gerðu þær kvöldverkin og sátu um stund og töluðu saman. Vindurinn hvein úti, reykjarsvælan var orðin nærri óþolandi. — Loks fóru þær að hátta en þorðu varla að sofna. Síminn hringdi — á augnabliki var Jane komin ofan og svaraði — það var rödd sonar hennar. „Ég er á leið heim,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.