Árdís - 01.01.1951, Side 40

Árdís - 01.01.1951, Side 40
38 ÁRDÍS um og leiddi þá inn í hesthúsið. Svo gekk hún tíguleg og hvöt í spori eftir tveimur vatnsfötum, og tveimur strigapokum, fylti föturnar með vatni og bar þær að jaðrinum á plægingunni ef ske kynni að neistar bærust yfir. Þegar Fred kom heim voru þær Jane og Elsie að skvetta vatni á húsþakið. Hann stóð orðlaus — eldurinn hafði staðnæmst við plæginguna. — Hann leit á Elsie. — „Hver kom og hjálpaði okkur — hver frelsaði heimilið okkar?“ Tárin streymdu niður kinnar Elsie, hún sagði aðeins: — „Það var hún móðir þín — hún móðir þín". (Ingibjörg J. Ólafsson þýddi) Táknið Eftir GUÐRÚNU BRUNBORG, Osló, Noregi Ég var að koma heim eftir fleiri mánaða ferðalag um föður- land mitt. Ég hafði vonað að ég gæti stungið upp veginn að þeirri braut, sem gæti tengt þessi tvö lönd nánara saman böndum vin- skapar og menningar. Það lá mér þungt á hjarta að æskulandið mitt kyntist á réttan hátt ættjarðarást æskunnar, sem hafði fórn- að lífinu í frelsisbaráttu allra þjóða. Oft hef ég í huganum spurt um hvort íorsjónin hafi endurgoldið þessum tiltölulega fáu, sem skildu þessa baráttu til hlýtar, með því að kalla þá til æðri starfa í fullkomnari og betra heimi. En hér ætla ég aðeins að segja frá atviki sem skeði þetta kvöld. Ég var hamingjusöm og fegin yfir því að vera komin heim til manns og barna og geta gefið þeim þá umönnun og ástúð sem þau áttu kröfu á. Aldrei hafði ég þó fundið það greinilegar að ég var tengd föðurlandi mínu sterkari öflum en sálin líkamanum. Hver hugsjón sem nokkru var verð í brjósti mér átti rót sína í moldu æskustöðvanna. Það var orðið hljótt í húsinu — allir voru gengnir til hvílu nema ég. Mér fanst ég yrði að senda kærum vini heima eitthvað af þeirri velvild og fögru minningum sem ég bar í brjósti til hans. Ég hafði fundið svo margar sælar endur- minningar um son minn í návist þessa unga vinar. Ég gat ekki annað en glatt mig yfir því að nú gat ég skrifað hugsanir mínar og sent þær heim í átthagana, þar sem þær yrðu varðveittar og skildar í viðkvæmu, hreinu hugarfari.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.