Árdís - 01.01.1951, Blaðsíða 40
38
ÁRDÍS
um og leiddi þá inn í hesthúsið. Svo gekk hún tíguleg og hvöt
í spori eftir tveimur vatnsfötum, og tveimur strigapokum, fylti
föturnar með vatni og bar þær að jaðrinum á plægingunni ef
ske kynni að neistar bærust yfir.
Þegar Fred kom heim voru þær Jane og Elsie að skvetta
vatni á húsþakið. Hann stóð orðlaus — eldurinn hafði staðnæmst
við plæginguna. — Hann leit á Elsie. — „Hver kom og hjálpaði
okkur — hver frelsaði heimilið okkar?“
Tárin streymdu niður kinnar Elsie, hún sagði aðeins: — „Það
var hún móðir þín — hún móðir þín".
(Ingibjörg J. Ólafsson þýddi)
Táknið
Eftir GUÐRÚNU BRUNBORG, Osló, Noregi
Ég var að koma heim eftir fleiri mánaða ferðalag um föður-
land mitt. Ég hafði vonað að ég gæti stungið upp veginn að þeirri
braut, sem gæti tengt þessi tvö lönd nánara saman böndum vin-
skapar og menningar. Það lá mér þungt á hjarta að æskulandið
mitt kyntist á réttan hátt ættjarðarást æskunnar, sem hafði fórn-
að lífinu í frelsisbaráttu allra þjóða. Oft hef ég í huganum spurt
um hvort íorsjónin hafi endurgoldið þessum tiltölulega fáu, sem
skildu þessa baráttu til hlýtar, með því að kalla þá til æðri starfa
í fullkomnari og betra heimi.
En hér ætla ég aðeins að segja frá atviki sem skeði þetta
kvöld. Ég var hamingjusöm og fegin yfir því að vera komin heim
til manns og barna og geta gefið þeim þá umönnun og ástúð sem
þau áttu kröfu á. Aldrei hafði ég þó fundið það greinilegar að ég
var tengd föðurlandi mínu sterkari öflum en sálin líkamanum.
Hver hugsjón sem nokkru var verð í brjósti mér átti rót sína í
moldu æskustöðvanna. Það var orðið hljótt í húsinu — allir voru
gengnir til hvílu nema ég. Mér fanst ég yrði að senda kærum
vini heima eitthvað af þeirri velvild og fögru minningum sem
ég bar í brjósti til hans. Ég hafði fundið svo margar sælar endur-
minningar um son minn í návist þessa unga vinar. Ég gat ekki
annað en glatt mig yfir því að nú gat ég skrifað hugsanir mínar
og sent þær heim í átthagana, þar sem þær yrðu varðveittar og
skildar í viðkvæmu, hreinu hugarfari.