Árdís - 01.01.1951, Side 41

Árdís - 01.01.1951, Side 41
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 39 Ég var ekki lengur einmana heima, útlendingur meðal allra vina, ættingja og landa. Kyrðin í húsinu var djúp og mjúk eins og stöðuvatn sem klettabelti girðir á alla vegu. Það var eitthvað svo angurblítt og þýtt í þessari ró. Ósjálfrátt hvíslaði ég nafn sonar míns — það er fróun og gleði sem ég oft veiti mér þegar ég er alein og veit að enginn getur heyrt það, þegar ég er ein með gleðina og minningar sælunnar yfir því að hafa átt þennan son, notið hans barndóms og æsku og numið af honum lögmál og vísindi lífsins sem hann naut svo frjálst, fullur þakklætis, aðdáunar, lotningar og gleði. Það var eins og myndin af honum, sem stóð fyrir framan mig á skrifborðinu, væri orðin lifandi, brosið bjart, augun blíð og glöð. Kyrðin — getur hún talað? Kyrðin söng svo hægt og hljótt en þó sigursælt: „Móðir mín! Þú finnur mig í öllu sem þú elskar. Ég er nær þér nú en á meðan þú sást mig hjá þér“. Á meðan ég horfði á myndina steig bæn upp í huga mér: „Guð gefðu mér sannindi fyrir því að ég sé á réttri leið, að vinna mín sé þér þóknanleg. Gerðu mig verða þess að skilja og njóta alls þess góða og fagra sem þú veitir mér“. Klukkan litla á borðinu sýndi að nóttin var komin, og vel gat verið að ég héldi vöku fyrir manni mínum. Ég safnaði því huganum um bréfið og kvaddi frænda minn og vin, sem ég fyrst hafði kynst þetta sumar. Hann hafði flutt inn í hið auða rúm móðurhjarta míns. Þar hlúði ég að öllum fögrum endurminning- um samveru okkar. Það var móðir sem kvaddi son sinn en ekki frænka frænda. Það brann ljós á litla lampanum á náttborði manns míns. Mitt rúm lá í skugga. Angurblíð augu mættu mér og ég sá sorg í svipnum. Ég gekk að rúmi mínu. — Þar lá stórt umslag. Ég tók það upp til að leggja það á náttborðið mitt, fann þá að það var tiltölulega þungt og lítill harður hlutur var í neðsta horninu. Það var eins og ég vissi að nú héldi ég tákninu í hendi mér, en hvaða tákni? Og hvernig var það komið hingað einmitt í kvöld? Ég tæmdi umslagið í hendi mér. Úrið og annar ermahnappur son- ar míns lágu í lófa mínum. Þetta var kraftaverk, það var lifandi kveðja frá syni mínum, sem hafði fórnað öllum sínum kröftum og lífi fyrir frelsi, réttlæti og frið þjóðar sinnar. Hversu oft hafði ég ekki óskað eftir að fá úrið sem ég vissi að honum þótti svo vænt um og hnappurinn hafði sína sögu. Þetta var dýrmæt minning.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.