Árdís - 01.01.1951, Síða 49
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
47
Guðrún Þjóðbjörg Bíldfell
1899—1950
Guðrún Bíldfell var fædd í
borginni Seattle í Bandaríkjun-
um, 19. júlí, 1899. Foreldrar henn-
ar voru heiðurshjónin, Ögmund-
ur Jónsson Bíldfell, frá Bílds-
felli í Grafningi í Árnessýslu og
Sigríður Jónsdóttir Jónatansson-
ar frá Haukafelli í Norður-Múla-
sýslu. Barn að aldri fluttist Guð-
rún með foreldrum sínum til
Winnipeg þar sem heimili hennar
var til dauða dags.
Guðrún var meðal kvenmaður
á hæð og fjörmikil, augun dökk og
leiftrandi, hárið þétt og fíngert
og sat eins og glæsileg kóróna
yfir andlitssvip hennar, sem var
í senn fríður, gáfulegur, góðlegur
og kvenlegur en þó þróttmikill.
Æfisaga þessarar merku konu
verður ekki sögð hér, því það
hefir verið rækilega og vel gjört
og svo leyfir rúmið í Árdís það
ekki, en á eitt eða tvö einkenni vil ég benda, því bæði eru þau
lærdómsrík og eftirtektarverð.
Innan við tvítugs aldur hafði hún myndað sér fasta lífsskoðun.
Lífið er vanalega leikandi og hyllingakent á því tímabili æfinnar,
en frá því var hún undantekning. Mér er enn í fersku minni sam-
tal, sem að ég átti við Guðrúnu Bíldfell á námsárum hennar, eða
réttara sagt, á skólaárum hennar, því að námsár hennar voru
jafn mörg aldursárunum. Hún var altaf að nema, að læra og að
þroskast andlega. Ég spurði hana hvað hún ætlaði sér á sviði
mentunarinnar, hvort að hún væri að hugsa um að nema læknis-
fræði, lögfræði eða einhver önnur fræði. Hún horfði alvarlega á
mig dálitla stund og segir svo ákveðið: „Nei, ég veit að þeim stöð-
um eru samfara hærri laun, ef að vel gengur, en ég hugsa ekki
um launin fyrst eða fremst. Ég er að hugsa um hvar þörfin er
brýnust og hvar ég get orðið að sem mestu liði — það er við
Guörún pjóðbjörg BíldfeJl