Árdís - 01.01.1951, Page 51
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 49
Frú Gróa Pólmason
Hún var heilsteypt kona, hún
írú Gróa Pálmason, hún fylgdi
þeim málefnum sem hún unni af
huga og hjarta, og studdi þau
með ráð og dáð, því hennar trú
fylgdi verkin.
Mín fyrstu kynni af henni voru
um það leyti sem þau voru ný-
lega gift, frú Gróa og maður
hennar, meistara smiður Sveinn
Pálmason, og varð ég fljótt var
við að hér var um höfðinglega
konu að ræða, enda ætt hennar
af ágætum stofni.
Hún gerðist meðlimur kvenfé-
lags Fyrsta lúterska safnaðar og
hún studdi starfsemi kvenfélags-
ins til dauða dags. Hún unni af
hjarta öllum þeim áhugamálum,
sem kvenfélögin stóðu fyrir, og
hafði bjargfasta trú á samvinnu
meðlima hinna ýmsu félaga —
hverju þær gætu orkað. Og henn-
ar bjargfasta trú það evangeli-
um sem er hornsteinn lúterskrar kirkjulegrar starfsemi — og á
þann kraft sem því fylgir — var hennar skjöldur og skjól.
Hún var félagslynd kona, ætíð vinnandi fyrir sitt heimili og
sína fjölskyldu, en gleymdi aldrei að starfa með fórnfúsum anda
að því að styðja sína kirkju og sitt kvenfélag, og þar tók hún ætíð
merkan þátt og hlífði aldrei sínum kröftum. Jafnvel eftir burtför
þeirra úr bænum til að stofna heimili á Winnipeg Beach, hélt hún
þeim tryggðaböndum og lét þau aldrei slitna, því hugur og hjarta
fylgdist með okkar starfi sem hún ávalt studdi á ýmsa vegu. Eitt
af hennar síðustu ,verkum‘ var að senda gjöf af handavinnu sinni
á síðasta þing Bandalags lút. kvenna, og arðinn af því ánafnaði
hún sumarbúðum B. L. K.
Hún elskaði söng og tónlist, sérstaklega hina himnesku tóna
fiðlunnar, og draumur hennar rættist þegar Pearl og Pálmi full-
komnuðu sig í þeirri list. Ruby spilar, en ekki opinberlega; Stefán,
ungur og efnilegur, innritaðist í flugherinn og gaf líf sitt í síðasta
Frú Gróa Pálmason